mán 25. júlí 2022 11:34
Fótbolti.net
KR ekki aðdráttarafl fyrir unga leikmenn
Úlfur Blandon, sérfræðingur útvarpsþáttarins.
Úlfur Blandon, sérfræðingur útvarpsþáttarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, segir að KR sé ekki lengur með aðdráttaraflið til að fá góða unga leikmenn til sín.

„Munurinn á Víkingi og Breiðabliki og svo KR er sá að KR hefur ekki sýnt hugmyndafræðina sína. Þeir eru ekki komnir með hugmyndafræðina. Þeir reyna að fá leikmanninn en eru ekki með það sem þarf til að bakka það upp," segir Úlfur.

„Breiðablik og Víkingur hafa sýnt að liðin spila á ungum leikmönnum. Þeir fá unga leikmenn sem eru virkilega góðir á Íslandi eða eru að koma aftur heim og gera þá enn betri. KR hefur sýnt það að þeir spila eiginlega ekki á ungum leikmönnum."

„Leikmaðurinn sem þeir tóku inn að utan núna, Finnur Tómas, hefur þannig lagað séð ekkert getað núna. Þeir hafa ekki sýnt sína hugmyndafræði og eru enn að reyna það sama. Víkingur og Breiðablik spila hraðan pressufótbolta á meðan KR liggur frekar til baka og eru þungir. Ungir leikmenn sem koma til landsins eru miklu spenntari fyrir því að halda bolta og vera með boltann, KR-ingar eru langbestir þegar þeir eru ekki með boltann," segir Úlfur.

„Það er ekki eins spennandi að fara í KR í dag heldur en að fara í Víking eða Breiðablik sem eru að reyna að ala upp leikmenn innan félagsins, sækja unga leikmenn sem eru betri en þeir sem eru fyrir og gera þá ennþá betri. KR er ekki komið þangað."
Útvarpsþátturinn - Öflug Evrópuúrslit, Besta deildin og Lengjan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner