Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 25. júlí 2022 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Kristins: Mun aldrei labba í burtu án þess að vera rekinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er heitt undir þjálfarastóli Rúnars Kristinssonar hjá KR þar sem félagið er aðeins komið með 18 stig eftir 14 fyrstu deildarleiki sumarsins.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

KR gerði skemmtilegt jafntefli við Val í kvöld þar sem liðið sýndi frábæra takta í sókninni en varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir - lokatölur urðu 3-3.

Rúnar fór víðan völl í viðtali að leikslokum og kenndi meðal annars miklum meiðslavandræðum um slakt gengi KR í sumar. Hann er ekki sáttur með umræðuna sem hefur skapast í kringum félagaskipti KR-inga á árinu og er ánægður með nýja leikmenn liðsins.

„Á móti kemur að Aron Kristófer er að fá miklu fleiri mínútur en hann átti von á þegar hann kom hingað. Sigurður Hallur er að spila fullt af mínútum og skoraði frábært mark í dag. Það er fyndið að hlusta á umræðuna þegar það er talað um hvaða leikmenn við erum að kaupa þegar hann setur mark hérna á móti Val með glæsilegum skalla og er ógnandi allan leikinn. Hólmar Örn og Hedlund sem eru tveir af sterkustu varnarmönnum deildarinnar áttu í mesta basli með hann. Menn vita ekki alltaf hvað þeir eru að tala um þegar þeir eru að tala um léleg kaup og annað slíkt," sagði Rúnar.

„Ég er ánægður með þessa stráka. Pontus, Svíinn okkar, er búinn að spila miklu meira en við áttum von á. Þetta er frábært fyrir okkur og eykur breiddina í hópnum, vonandi nýtist það okkur seinna á tímabilinu og á næsta ári."

Rúnar var spurður frekar út í þessa umræðu og sagði mikilvægt að bera virðingu fyrir fólki, hann hafi oft áður fengið leikmenn til KR sem voru gagnrýndir en reyndust svo gæða leikmenn sem héldu í atvinnumennsku erlendis.

Rúnar var svo spurður út í eigin framtíð og sögusagnirnar sem segja hann vera á leið burt frá KR.

„Ég mun aldrei labba héðan í burtu og kveðja án þess að vera rekinn. Ef menn vilja ekki hafa mig þá geta þeir talað við mig en ég er ekkert að fara að gefast upp. Ég mun ekki yfirgefa KR án þess að berjast fyrir því að vera áfram og leggja allt mitt á vogaskálarnar.

„Ég tel mig vera með hörkulið en hlutirnir hafa ekki verið að falla með okkur."


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner