Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. júlí 2022 07:15
Brynjar Ingi Erluson
Sálfræðistríðið er hafið - „Lítur út fyrir að City verði meistari"
Jürgen Klopp og Pep Guardiola taka annan dans
Jürgen Klopp og Pep Guardiola taka annan dans
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, hefur nú opinberlega hafið sálfræðistríðið fyrir ensku úrvalsdeildina en hann ræddi við Sky Sports um möguleikana fyrir tímabilið.

Liverpool hafnaði í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð eftir mikla dramatík í lokaumferðinni þar sem Manchester City kom til baka eftir að hafa verið 2-0 undir gegn Aston Villa og skorað þrjú mörk á síðustu fimmtán mínútunum.

Man City vann deildina á einu stigi, í annað sinn sem Liverpool endar einu stigi á eftir lærisveinum Pep Guardiola.

Klopp á erfitt með að spá fyrir um hvaða lið munu berjast um titilinn í ár en hann segir að aðalmarkmiðið sé að komast í Meistaradeild Evrópu.

„Í þessari deild þá er aðalmarkmiðið fyrir okkur öll að komast í Meistaradeildina og það er nógu erfitt fyrir. Þegar því markmiðið hefur verið náð og það er enn tími til að berjast um titilinn, þá fer maður í það. En meirihluta tímabilsins eru að berjast fyrir því að komast í Meistaradeildina," sagði Klopp.

„Þegar þú hefur tryggt það sæti í fjögur eða fimm ár í röð þá kann fólk kannski ekki jafn mikið að meta það, eins og þegar við komumst þangað árið 2017 eftir að hafa ekki verið með í langan tíma, en það er enn aðalmarkmiðið og guð minn góður hvað það verður svakalegur bardagi."

„Allir vilja vinna ensku úrvalsdeildina en ég hef ekki hugmynd um hvaða lið verða í baráttunni. Það lítur út fyrir að City endi á að vera meistari og ef við hefðum ekki unnið titilinn á milli þá væri City búið að vinna þetta fimm sinnum í röð, sem er algjör klikkun í þessu landi."

„Við ætlum að reyna að spila okkar besta tímabil og sjá hvað við getum kreist úr þessu. Það er mikil tilhlökkun,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner