Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   mán 25. júlí 2022 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Theódór Elmar: Tvö töpuð stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Theódór Elmar Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR á Íslandsmóti en hann hefur ekki leikið með neinu öðru félagi hér á landi. Theódór hóf ferilinn í Vesturbænum og virðist ætla að enda hann þar eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku í sautján ár.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Theódór skoraði fyrsta mark leiksins í afar fjörugu 3-3 jafntefli í fjandslag gegn Val fyrr í kvöld. KR-ingar tóku forystuna í þrígang en alltaf tókst Völsurum að jafna.

„Maður er alltaf svekktur þegar maður kemst þrisvar sinnum yfir og missir það niður en það var upplyftandi að skapa urmul af færum miðað við hvernig gengið hefur verið," sagði Theódór Elmar að leikslokum.

„Mér fannst léttara yfir mönnum en hefur verið og við vorum aggressívari. Okkur líður eins og þetta séu tvö töpuð stig."

Theódór var ánægður með frammistöðu KR í leiknum þar sem liðið spilaði vel í heilar 90 mínútur í stað þess að eiga einn góðan hálfleik og einn slæman eins og hefur verið að gerast að undanförnu.

Hann var enn ánægðari með mætingu stuðningsmanna og segir að tólfti maðurinn hafi gert mikið fyrir KR-inga í kvöld.

KR er um miðja deild með 18 stig eftir 14 umferðir en Theódór segir að leikmenn liðsins séu ekki á því að gefast upp.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner