Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 25. júlí 2022 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Theódór Elmar: Tvö töpuð stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Theódór Elmar Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR á Íslandsmóti en hann hefur ekki leikið með neinu öðru félagi hér á landi. Theódór hóf ferilinn í Vesturbænum og virðist ætla að enda hann þar eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku í sautján ár.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Theódór skoraði fyrsta mark leiksins í afar fjörugu 3-3 jafntefli í fjandslag gegn Val fyrr í kvöld. KR-ingar tóku forystuna í þrígang en alltaf tókst Völsurum að jafna.

„Maður er alltaf svekktur þegar maður kemst þrisvar sinnum yfir og missir það niður en það var upplyftandi að skapa urmul af færum miðað við hvernig gengið hefur verið," sagði Theódór Elmar að leikslokum.

„Mér fannst léttara yfir mönnum en hefur verið og við vorum aggressívari. Okkur líður eins og þetta séu tvö töpuð stig."

Theódór var ánægður með frammistöðu KR í leiknum þar sem liðið spilaði vel í heilar 90 mínútur í stað þess að eiga einn góðan hálfleik og einn slæman eins og hefur verið að gerast að undanförnu.

Hann var enn ánægðari með mætingu stuðningsmanna og segir að tólfti maðurinn hafi gert mikið fyrir KR-inga í kvöld.

KR er um miðja deild með 18 stig eftir 14 umferðir en Theódór segir að leikmenn liðsins séu ekki á því að gefast upp.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner