Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 25. júlí 2022 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Theódór Elmar: Tvö töpuð stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Theódór Elmar Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR á Íslandsmóti en hann hefur ekki leikið með neinu öðru félagi hér á landi. Theódór hóf ferilinn í Vesturbænum og virðist ætla að enda hann þar eftir að hafa verið erlendis í atvinnumennsku í sautján ár.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

Theódór skoraði fyrsta mark leiksins í afar fjörugu 3-3 jafntefli í fjandslag gegn Val fyrr í kvöld. KR-ingar tóku forystuna í þrígang en alltaf tókst Völsurum að jafna.

„Maður er alltaf svekktur þegar maður kemst þrisvar sinnum yfir og missir það niður en það var upplyftandi að skapa urmul af færum miðað við hvernig gengið hefur verið," sagði Theódór Elmar að leikslokum.

„Mér fannst léttara yfir mönnum en hefur verið og við vorum aggressívari. Okkur líður eins og þetta séu tvö töpuð stig."

Theódór var ánægður með frammistöðu KR í leiknum þar sem liðið spilaði vel í heilar 90 mínútur í stað þess að eiga einn góðan hálfleik og einn slæman eins og hefur verið að gerast að undanförnu.

Hann var enn ánægðari með mætingu stuðningsmanna og segir að tólfti maðurinn hafi gert mikið fyrir KR-inga í kvöld.

KR er um miðja deild með 18 stig eftir 14 umferðir en Theódór segir að leikmenn liðsins séu ekki á því að gefast upp.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner