Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. ágúst 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Stjórnuðum þessum leik algjörlega
Klopp var í góðu skapi, eins og vanalega.
Klopp var í góðu skapi, eins og vanalega.
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var ánægður eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í gær. Liverpool er með níu stig eftir þrjár umferðir og er markmiðið að hirða Englandsmeistaratitilinn af Manchester City.

Staðan var markalaus þar til á 41. mínútu á Anfield þegar Joel Matip skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Fyrr í hálfleiknum komst Nicolas Pepe í dauðafæri en Adrian varði vel.

„Við vorum fullir af krafti, orku, græðgi og ástríðu - sem er nauðsynlegt gegn góðu liði eins og Arsenal," sagði Klopp að leikslokum.

„Leikkefið þeirra kom okkur á óvart en við náðum að lagast vel að því, við breikkuðum spilið og það virkaði. Yfir heildina litið stjórnuðum við þessum leik algjörlega.

„Þeir gátu komist yfir en Adrian brást vel við og bjargaði okkur meistaralega. Það er ekki hægt að komast hjá því að fá færi á sig gegn svona sterkum andstæðingum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner