Swansea 1 - 1 Cardiff
1-0 Liam Cullen ('10)
1-1 Callum Robinson ('79)
1-0 Liam Cullen ('10)
1-1 Callum Robinson ('79)
Swansea og Cardiff áttust við í eina leik dagsins í ensku Championship deildinni þar sem um alvöru fjandslag var að ræða.
Swansea og Cardiff háðu baráttuna um Wales og tóku heimamenn forystuna snemma leiks með marki frá Liam Cullen.
Svanirnir verðskulduðu forystuna eftir fyrri hálfleikinn en síðari hálfleikurinn var jafnari og tókst gestunum að jafna metin.
Callum Robinson, sem á leiki að baki í efstu deild með Aston Villa, Sheffield United og West Brom, gerði jöfnunarmarkið á 79. mínútu til að bjarga stigi.
Swansea er með fjögur stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili, en þetta er fyrsta stigið sem Cardiff nælir sér í.
Athugasemdir