Nottingham Forest tilkynnti í kvöld kaup á portúgalska varnarmanninum David Carmo en hann kemur frá Porto. Carmo verður lánaður til Olympiakos út þessa leiktíð.
Carmo er 25 ára gamall miðvörður sem var á láni hjá Olympiakos á síðustu leiktíð.
Félagið átti möguleika á að kaupa hann fyrir 18 milljónir evra en í staðinn ákvað Evangelos Marinakis, eigandi Olympiakos og Nottingham Forest, frekar að kaupa hann til enska félagsins og lána hann til Olympiakos út tímabilið.
Carmo var frábær er Olympiakos vann Sambandsdeild Evrópu á síðasta tímabili og er nú ljóst að hann verður áfram í herbúðum liðsins.
Varnarmaðurinn skrifaði undir fimm ára samning hjá Forest í dag, en kaupverðið nemur um 10 milljónum punda.
We're pleased to announce the signing of David Carmo ??
— Nottingham Forest (@NFFC) August 25, 2024
The defender has joined the club on a five-year deal and will spend the 2024/25 season on loan at @olympiacosfc.
Athugasemdir