Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   sun 25. ágúst 2024 14:23
Ívan Guðjón Baldursson
Kristianstad og Örebro töpuðu - Sigur hjá Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það voru nokkrar íslenskar fótboltakonur sem komu við sögu í leikjum dagsins í Evrópu.

Í sænska boltanum tapaði Íslendingalið Kristianstad á heimavelli gegn Piteå þar sem Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði heimakvenna en tókst ekki að koma í veg fyrir 0-1 tap.

Leikurinn var jafn og tíðindalítill en Kristianstad er í fjórða sæti eftir tapið, níu stigum frá sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð. Piteå er fimm stigum þar á eftir.

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir voru þá í byrjunarliði Örebro sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Brommapojkarna. Örebro er í fallsæti með 9 stig eftir 16 umferðir, tveimur stigum frá umspilssæti.

Í Danmörku var Hafrún Rakel Halldórsdóttir í byrjunarliði Bröndby sem sigraði gegn HB Köge og er komið með fjögur stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Kristianstad 0 - 1 Pitea

Brommapojkarna 1 - 0 Orebro

Brondby 1 - 0 Koge

Athugasemdir
banner
banner