Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   sun 25. september 2016 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Grétars: Auðvitað er þetta drullusvekkjandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna á Akranesi í dag.

Blikar eru í bullandi Evrópubaráttu en tapið í dag gæti orðið þeim að falli takist þeim ekki að sigra Fjölni á laugardaginn.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Breiðablik

„Við erum svekktir með að fara stigalausir heim. Það er ekki nóg að vera með boltann 60-70% eða meira og skapa helling af færum ef þú kemur ekki tuðrunni í netið. Svo í fyrsta skotinu í síðari hálfleik skora þeir og gera vel," sagði Arnar.

„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í síðari hálfleik, þó við værum mikið með boltann vorum við ekki að skapa eins mikið og í fyrri hálfleik og því fór sem fór. Auðvitað er þetta drullusvekkjandi í þeirri stöðu sem við erum."

Arnar tjáði sig að lokum um agabannið sem Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru settir í.

„Auðvitað er slæmt að svona hlutir gerist á þessum tímapunkti en þetta er búið og menn halda bara áfram, það er ekkert annað í stöðunni."
Athugasemdir