Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. september 2016 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Grétars: Auðvitað er þetta drullusvekkjandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var skiljanlega svekktur eftir tap sinna manna á Akranesi í dag.

Blikar eru í bullandi Evrópubaráttu en tapið í dag gæti orðið þeim að falli takist þeim ekki að sigra Fjölni á laugardaginn.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 Breiðablik

„Við erum svekktir með að fara stigalausir heim. Það er ekki nóg að vera með boltann 60-70% eða meira og skapa helling af færum ef þú kemur ekki tuðrunni í netið. Svo í fyrsta skotinu í síðari hálfleik skora þeir og gera vel," sagði Arnar.

„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í síðari hálfleik, þó við værum mikið með boltann vorum við ekki að skapa eins mikið og í fyrri hálfleik og því fór sem fór. Auðvitað er þetta drullusvekkjandi í þeirri stöðu sem við erum."

Arnar tjáði sig að lokum um agabannið sem Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru settir í.

„Auðvitað er slæmt að svona hlutir gerist á þessum tímapunkti en þetta er búið og menn halda bara áfram, það er ekkert annað í stöðunni."
Athugasemdir