Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. september 2020 10:28
Elvar Geir Magnússon
Tottenham dæmt áfram í deildabikarnum - Mætir Chelsea
Breyer Group Stadium, heimavöllur Leyton Orient.
Breyer Group Stadium, heimavöllur Leyton Orient.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta að Leyton Orient hefur verið dæmt úr leik í enska deildabikarnum en búist var við því að þetta yrði niðurstaðan eftir að meirihluti leikmannahópsins greindist með Covid-19 veiruna.

Leyton Orient átti að mæta Tottenham í vikunni en leiknum var frestað og Tottenham fer því sjálfkrafa í næstu umferð og mætir Chelsea á heimavelli á þriðjudag.

Orient, sem er í D-deildinni, hafði vonast eftir því að hægt væri að leika leikinn síðar en félagið missir af umtalsverðum fjárhæðum í sjónvarpstekjum og frá styrktaraðilum.

Fjórða umferð enska deildabikarsins í næstu viku:
Liverpool - Arsenal
Burnley - Manchester City
Brentford - Fulham
Everton - West Ham
Aston Villa - Stoke City
Tottenham Hotspur - Chelsea
Newport County - Newcastle United
Brighton & Hove Albion - Manchester United
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner