Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 25. september 2021 17:22
Þorgeir Leó Gunnarsson
Kári Árna: Það stærsta á mínum ferli
Skórnir á hilluna eftir tímabilið
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason leikmaður Víkings R. var himinlifandi eftir leikinn gegn Leikni í Pepsi Max deildinni í dag. Víkingur vann sannfærandi 2-0 sigur og enda því tímabilið sem Íslandsmeistarar eftir mikla baráttu við Breiðablik á toppnum.

Hvernig er tilfinningin að verða Íslandsmeistari með sínum uppeldisklúbb?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Hún er bara ólýsanleg. Þetta er það stærsta sem ég hef gert á mínum ferli. Þó ég hafi unnið sænska meistaratitilinn og komist í Meistaradeildina og unnið mig upp um deildir á Englandi þá er þetta það sem stendur manni næst, mitt félag," sagði Kári.

„Auðvitað var þetta langsótt þegar maður kom heim. Maður vildi og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að færa Víking á þetta level og það kom aldrei neitt annað til greina. Víkingur var scraping the bottom of the barrel. Ég kom heim og var ekkert að pæla í neinum titlum. Ég ætlaði bara að koma heim og reyna að láta gott af mér leiða. Svo bara sé ég hvað Arnar er magnaður þjálfari og hvað þessir strákar eru magnaðir leikmenn. Þó við séum ekki margir og budget-ið ekki það hæsta þá er þetta bara magnaðir strákar og gaman að hafa fengið að kynnast þeim, spila við hliðin á þeim og reynt að hjálpa þeim að verða betri fótboltamenn. Í þeirri stöðu sem ég er í á næsta ári þá reyni ég að selja þá alla til AC Milan. Það verður fyrsta símtal," sagði Kári sem er nýtekinn við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.

Skórnir hans Kára eru þó ekki alveg farnir upp í hillu því framundan er leikur í 4-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestri næstu helgi. Kári getur endað ferilinn sem tvöfaldur meistari með sínum uppeldisklúbb. Er hægt að hugsa sér betri endi? „Nei bara alls ekki. Við Sölvi vorum einmitt að tala um það að leggja skónna á hilluna og ver tvöfaldir meistarar væri náttúrulega bara lyginni líkast. Fólk að spyrja mig hvort ég ætli að halda áfram en ef við klárum það þá væri það náttúrulega glórulaust" Sagði Kári að lokum.

Nánar er rætt við Kára í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner