Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   lau 25. september 2021 17:22
Þorgeir Leó Gunnarsson
Kári Árna: Það stærsta á mínum ferli
Skórnir á hilluna eftir tímabilið
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason leikmaður Víkings R. var himinlifandi eftir leikinn gegn Leikni í Pepsi Max deildinni í dag. Víkingur vann sannfærandi 2-0 sigur og enda því tímabilið sem Íslandsmeistarar eftir mikla baráttu við Breiðablik á toppnum.

Hvernig er tilfinningin að verða Íslandsmeistari með sínum uppeldisklúbb?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Hún er bara ólýsanleg. Þetta er það stærsta sem ég hef gert á mínum ferli. Þó ég hafi unnið sænska meistaratitilinn og komist í Meistaradeildina og unnið mig upp um deildir á Englandi þá er þetta það sem stendur manni næst, mitt félag," sagði Kári.

„Auðvitað var þetta langsótt þegar maður kom heim. Maður vildi og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að færa Víking á þetta level og það kom aldrei neitt annað til greina. Víkingur var scraping the bottom of the barrel. Ég kom heim og var ekkert að pæla í neinum titlum. Ég ætlaði bara að koma heim og reyna að láta gott af mér leiða. Svo bara sé ég hvað Arnar er magnaður þjálfari og hvað þessir strákar eru magnaðir leikmenn. Þó við séum ekki margir og budget-ið ekki það hæsta þá er þetta bara magnaðir strákar og gaman að hafa fengið að kynnast þeim, spila við hliðin á þeim og reynt að hjálpa þeim að verða betri fótboltamenn. Í þeirri stöðu sem ég er í á næsta ári þá reyni ég að selja þá alla til AC Milan. Það verður fyrsta símtal," sagði Kári sem er nýtekinn við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.

Skórnir hans Kára eru þó ekki alveg farnir upp í hillu því framundan er leikur í 4-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestri næstu helgi. Kári getur endað ferilinn sem tvöfaldur meistari með sínum uppeldisklúbb. Er hægt að hugsa sér betri endi? „Nei bara alls ekki. Við Sölvi vorum einmitt að tala um það að leggja skónna á hilluna og ver tvöfaldir meistarar væri náttúrulega bara lyginni líkast. Fólk að spyrja mig hvort ég ætli að halda áfram en ef við klárum það þá væri það náttúrulega glórulaust" Sagði Kári að lokum.

Nánar er rætt við Kára í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner