Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. september 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sá dagur var einhver sá fáránlegasti í mínu fótboltalífi"
Arnar með Halldóri Smára, leikmanni sínum, eftir sigurinn í lokaumferðinni í dag.
Arnar með Halldóri Smára, leikmanni sínum, eftir sigurinn í lokaumferðinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkinga, segir að 19. september 2021 sé einhver rosalegasti dagur sem hann hafi upplifað á fótboltaferlinum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Víkingur R.

Það var dagurinn þar sem nálin færðist yfir í hlut Víkinga í baráttunni um titilinn. Víkingur vann ótrúlega dramatískan sigur gegn KR í Vesturbænum á meðan Breiðablik, sem var með örlögin í sínum höndum, gerði jafntefli gegn FH í Kaplakrika.

Arnar segir - í samtali við Stöð 2 Sport - að mikilvægustu stigin hafi komið gegn Val á heimavelli. Í næst síðustu umferðinni gerðust ótrúlegir hlutir.

„Sá dagur var einhver sá fáránlegasti í mínu fótboltalífi. Við vorum ekki með þetta, svo skoraði Helgi mark. Við vissum hvernig staðan var hjá FH - Breiðablik. Árni, örugg vítaskytta, klúðrar víti þar. Svo gerist þetta fíaskó í lokin þar sem KR fær víti og maður skildi ekki alveg. Allt óréttlæti heimsins var farið að fyllast yfir mann. Ég var byrjaður að undirbúa eitthvað grenjuviðtal. Svo ver Ingvar vítið. Þarna skynjaði maður að það var eitthvað með okkur," sagði Arnar.

„Eins góðir og Blikar voru, þá var þetta að fara að falla með okkur. Það var aldrei að fara að gerast neitt annað en að við yrðum meistarar eftir þennan leik," sagði þjálfarinn og átti þar við leikinn gegn KR.
Athugasemdir
banner
banner
banner