Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eygja smá von og ætla sér öll níu stigin - „Þannig er Keflavík"
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík vann sinn annan sigur á tímabilinu í gær þegar liðið lagði HK að velli í gær. Fyrri sigurinn kom í fyrstu umferð, á öðrum degi páska - fyrir fimm og hálfum mánuði síðan.

Níu stig eru í pottinum fyrir Keflavík og sex stig upp í öruggt sæti. Miði er möguleiki fyrir Keflvíkinga og ljóst að liðið er á leið í úrslitaleik gegn Fram í næstu umferð, leikur sem Keflvíkingar verða að vinna.

Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras skoraði fyrra mark Keflavíkur. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Auðvitað höfum við ekki gefið upp alla von, við stefnum á níu stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjunum, það er klárt. Við munum berjast allt til enda, þannig er Keflavík," sagði Nacho.

Síðustu þrír leikir Keflavíkur:
fimmtudagur 28. september
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)

sunnudagur 1. október
14:00 Keflavík-Fylkir (HS Orku völlurinn)

laugardagur 7. október
14:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner