Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   mán 25. september 2023 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þjálfarateymið fer yfir málin.
Þjálfarateymið fer yfir málin.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Düsseldorf í morgun.

Annað kvöld spilar Ísland sinn annan leik í Þjóðadeildinni er þær mæta ógnarsterku liði Þýskalands.

Stelpurnar byrjuðu Þjóðadeildina á 1-0 sigri gegn Wales, en liðið er búið að gera þann leik upp núna. „Þetta snýst alltaf um að vinna fótboltaleiki. Svo fer maður bara í það að undirbúa næsta leik. Við reynum að gera eins vel í honum og við mögulega getum."

„Wales fékk eitt færi í leiknum, undir lok fyrri hálfleiks. Að öðru leyti ógnuðu þær markinu okkar eiginlega ekki neitt. Það er jákvætt. Við viljum auðvitað stundum vera meira með boltann en þetta snýst um hvað þú gerir við hann þegar þú ert með hann. Það vantaði smá upp ákvörðunartökur og vonandi á morgun, þá nýtum við þær opnanir sem koma ásamt því að spila góðan varnarleik í leiðinni."

Ísland þurfti að gera breytingu á hópi sínum eftir leikinn gegn Wales þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist. Bryndís Arna Níelsdóttir kom inn í hópinn í hennar stað, en staðan á hópnum fyrir leikinn á morgun er góð.

„Þetta kemur í ljós á eftir. Ég reikna með því að þær verði allar klárar. Þetta leit allavega vel út í gærkvöldi," sagði Steini.

Það hafa verið töluverðar breytingar á hópnum síðastliðið ár en nýir leikmenn stigu vel upp á móti Wales.

„Ég held að það séu ellefu leikmenn hérna sem voru á EM í fyrra. Það eru töluverðar breytingar á 14 mánuðum. Ég er sáttur við margt sem hópurinn er að gera og hvernig nýir leikmenn hafa komið inn. Það eru leikmenn að fá stór hlutverk núna sem voru ekki í hóp á síðasta ári. Þær hafa komið vel inn á þessu ári. Ég hef trú á því að þær eigi eftir að gera enn betur í framtíðinni."

Þýskaland á morgun
Á morgun spilar Ísland við Þýskaland í Bochum. Hvernig leggst sá leikur í landsliðsþjálfarann?

„Bara vel, við erum bjartsýn. Við þurfum bara að fá góða frammistöðu frá öllum. Góð frammistaða þýðir eiginlega alltaf góð úrslit. Ef við fáum góða frammistöðu þá höfum við eitthvað til að gleðjast yfir," segir Steini.

Þjóðverjar eru í smá niðursveiflu núna. Þær áttu erfitt HM og töpuðu síðasta leik gegn Danmörku. Er góður tími að mæta þeim núna?

„Kemur það bara ekki í ljós? Örugglega. Þær eru særðar en þær eru samt sem áður á heimavelli og koma örugglega af krafti á okkur. Við þurfum að mæta þeim og við þurfum að fá góða frammistöðu, hafa trú á verkefninu. Ef við höfum trú á því að við getum unnið þær þá gerist eitthvað gott."

Ísland vann eftirminnilegan sigur í Þýskalandi árið 2017. „Auðvitað skiptir það máli að hafa gert eitthvað gott hérna áður, en þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.

Leikur Þýskalands og Íslands hefst 16:15 að íslenskum tíma en auðvitað verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner