Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 25. september 2023 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Frá æfingu í Dusseldorf í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þjálfarateymið fer yfir málin.
Þjálfarateymið fer yfir málin.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, spjallaði við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Düsseldorf í morgun.

Annað kvöld spilar Ísland sinn annan leik í Þjóðadeildinni er þær mæta ógnarsterku liði Þýskalands.

Stelpurnar byrjuðu Þjóðadeildina á 1-0 sigri gegn Wales, en liðið er búið að gera þann leik upp núna. „Þetta snýst alltaf um að vinna fótboltaleiki. Svo fer maður bara í það að undirbúa næsta leik. Við reynum að gera eins vel í honum og við mögulega getum."

„Wales fékk eitt færi í leiknum, undir lok fyrri hálfleiks. Að öðru leyti ógnuðu þær markinu okkar eiginlega ekki neitt. Það er jákvætt. Við viljum auðvitað stundum vera meira með boltann en þetta snýst um hvað þú gerir við hann þegar þú ert með hann. Það vantaði smá upp ákvörðunartökur og vonandi á morgun, þá nýtum við þær opnanir sem koma ásamt því að spila góðan varnarleik í leiðinni."

Ísland þurfti að gera breytingu á hópi sínum eftir leikinn gegn Wales þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir meiddist. Bryndís Arna Níelsdóttir kom inn í hópinn í hennar stað, en staðan á hópnum fyrir leikinn á morgun er góð.

„Þetta kemur í ljós á eftir. Ég reikna með því að þær verði allar klárar. Þetta leit allavega vel út í gærkvöldi," sagði Steini.

Það hafa verið töluverðar breytingar á hópnum síðastliðið ár en nýir leikmenn stigu vel upp á móti Wales.

„Ég held að það séu ellefu leikmenn hérna sem voru á EM í fyrra. Það eru töluverðar breytingar á 14 mánuðum. Ég er sáttur við margt sem hópurinn er að gera og hvernig nýir leikmenn hafa komið inn. Það eru leikmenn að fá stór hlutverk núna sem voru ekki í hóp á síðasta ári. Þær hafa komið vel inn á þessu ári. Ég hef trú á því að þær eigi eftir að gera enn betur í framtíðinni."

Þýskaland á morgun
Á morgun spilar Ísland við Þýskaland í Bochum. Hvernig leggst sá leikur í landsliðsþjálfarann?

„Bara vel, við erum bjartsýn. Við þurfum bara að fá góða frammistöðu frá öllum. Góð frammistaða þýðir eiginlega alltaf góð úrslit. Ef við fáum góða frammistöðu þá höfum við eitthvað til að gleðjast yfir," segir Steini.

Þjóðverjar eru í smá niðursveiflu núna. Þær áttu erfitt HM og töpuðu síðasta leik gegn Danmörku. Er góður tími að mæta þeim núna?

„Kemur það bara ekki í ljós? Örugglega. Þær eru særðar en þær eru samt sem áður á heimavelli og koma örugglega af krafti á okkur. Við þurfum að mæta þeim og við þurfum að fá góða frammistöðu, hafa trú á verkefninu. Ef við höfum trú á því að við getum unnið þær þá gerist eitthvað gott."

Ísland vann eftirminnilegan sigur í Þýskalandi árið 2017. „Auðvitað skiptir það máli að hafa gert eitthvað gott hérna áður, en þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.

Leikur Þýskalands og Íslands hefst 16:15 að íslenskum tíma en auðvitað verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner