sun 25. október 2020 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Albert skoraði fyrir AZ - Kolbeinn í tapliði Lommel
Jesper Karlsson og Albert Guðmundsson skoruðu mörk AZ í dag.
Jesper Karlsson og Albert Guðmundsson skoruðu mörk AZ í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson byrjaði í fremstu víglínu hjá AZ Alkmaar er liðið heimsótti Den Haag í efstu deild hollenska boltans í dag.

AZ stjórnaði fyrri hálfleik frá upphafi til enda og gerði Albert eina mark hálfleiksins. Hann var þá mjög snjall að staðsetja sig úti í teignum í hornspyrnu og kláraði færið sitt gríðarlega vel þegar boltinn barst til hans.

Albert fékk ýmis önnur færi til að skora, rétt eins og liðsfélagar hans, en inn vildi boltinn ekki.

Síðari hálfleikurinn var mun jafnari og mjög opinn þar sem bæði lið fengu góð færi til að bæta við mörkum. Alberti var skipt útaf á 82. mínútu, í stöðunni 1-2 fyrir AZ, en lokatölur urðu 2-2.

Den Haag 2 - 2 AZ Alkmaar
0-1 Albert Guðmundsson ('33)
1-1 M. van Ewijk ('64)
1-2 Jesper Karlsson ('66)
2-2 M. Kramer ('87)

Kolbeinn Þórðarson var þá í byrjunarliði Lommel sem tapaði 1-0 gegn Seraing í B-deild belgíska boltans.

Kolbeinn spilaði allan leikinn framarlega á miðjunni en tókst ekki að koma knettinum í netið.

Kolbeinn er aðeins tvítugur og í harðri baráttu um byrjunarliðssæti hjá Lommel, sem er með átta stig eftir átta umferðir. Seraing er á toppinum.

Seraing 1 - 0 Lommel
1-0 S. Lahssaini ('32)
Athugasemdir
banner
banner
banner