Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. nóvember 2019 09:24
Magnús Már Einarsson
Allegri eða Arteta næsti stjóri Arsenal?
Powerade
Massimilano Allegri er orðaður við Arsenal.
Massimilano Allegri er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Tekur Moyes við Everton á nýjan leik?
Tekur Moyes við Everton á nýjan leik?
Mynd: Getty Images
Nathan Ake varnarmaður Bournemouth í baráttunni.
Nathan Ake varnarmaður Bournemouth í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Þrír stjórar í ensku úrvalsdeildinni eru valtir í sessi ef marka má slúðurpakka dagsins.



Marco Silva verður rekinn frá Everton og David Moyes mun snúa aftur á Goodison Park og taka við af honum. (Mirror)

Chris Hughton og Rafael Benítez koma til greina sem næsti stjóri West Ham. Manuel Pellegrini gæti misst starfið eftir sjö leiki í röð án sigurs. (Guardian)

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, er einnig orðaður við stjórastöðuna hjá West Ham eftir magnaðan árangur á tímabilinu. (Mirror)

Unai Emery, stjóri Arsenal, er einnig valtur í sessi. Massimiliano Allegri, fyrrum þjálfari Juventus, og Mikel Arteta, aðstoðarstjóri Manchester City, koma til greina sem næsti stjóri Arsenal. (Mail)

Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, var á óskalista Tottenham til að taka við af Mauricio Pochettino. Of dýrt þótti að ráða Ancelotti og því var Jose Mourinho ráðinn í staðinn. (Mail)

Jadon Sancho (19) segist ekki ætla að yfirgefa Borussia Dortmund í janúar þrátt fyrir að vera ósáttur við gagnrýni sem hann hefur fengið að undanförnu. (Metro)

Raheem Sterling (24) vill ekki gera nýjan samning upp á 450 þúsund pund á viku nema Pep Guardiola geri líka nýjan samning. (Talksport)

Leeds, Aston Villa og Crystal Palace vilja fá Rhian Brewster (19) frá Liverpool á láni í janúar. (Star)

Arsenal vill fá Samuel Umtiti (26) miðvörð Barcelona. Leikmaðurinn er sjálfur spenntari fyrir því að fara til Lyon ef hann fer frá Barcelona. (L'Equipe)

Tottenham er að skoða Nathan Ake (24) varnarmann Bournemouth en hann gæti fyllt skarð Jan Vertonghen (32) sem verður samningslaus næsta sumar. (Football Insider)

Kylian Mbappe (20) er í viðræðum við PSG um nýjan samning. (L'Equipe)

Eden Hazard (28) vonast til að Mbappe komi til Real Madrid á næstu árum. (Marca)

Marco Silva, stjóri Everton, segist ekki ætla að lána Moise Kean (19) í janúar. (Star)

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar ekki að selja félagið ódýrt. (Guardian)

Owen Otasowie (18) varnarmaður í U23 liði Wolves er undir smásjá Schalke, PSG, Arsenal og Liverpool. (Sun)

Neil Lennon, stjóri Celtic, vill fá miðjumanninn Victor Wanyama (28) frá Tottenham. Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig áhuga. (Express)

Steve Bruce vill fá Jarrod Bowen (22) kantmann Hull til félagsins. (Star)

West Ham er tilbúið að selja miðjumanninn Carlos Sanchez (33) í janúar. (Sun)

Newcastle er að skoða Benoit Badiashile (18) varnarmann Mónakó. (Newcastle Chronicle)

John McGinn (25) miðjumaður Aston Villa er ekki á förum í janúar. (Star)

Ryan Fraser (25), kantmaður Bournemouth, er ekki búinn að ákveða framtíð sína. Fraser verður samningslaus næsta sumar og Everton, Liverpool og Arsenal vilja fá hann. (Mirror)

Jesus Casas verður nýr aðstoðarmaður Luis Enrique með spænska landsliðið. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner