Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 15:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Glórulaus ákvörðun" að fara til Nordsjælland - Velur Óla Kristjáns versta þjálfarann
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson var til viðtals í Chess After Dark í vikunni og var þar spurður út í ferilinn til þessa ásamt ýmsu öðru. Hann var m.a. spurður út í hvar honum hefði liðið best á ferlinum og hvort það væru einhver félagaskipti sem hann sæi eftir.

„Mér leið best í Rosenborg sennilega, mögulega í Norrköping líka. Ég var í Norrköping í þrjú ár þannig ég var kominn með kjarna af vinum. Ég sé 100% eftir því að hafa farið til Nordsjælland, það var bara glórulaus ákvörðun," sagði Gummi.

Sjá einnig:
„Einhvers staðar þar sem ég get átt gott líf og eignast smá meiri pening"

Hann hefur spilað með Selfossi, ÍBV, Sarpsborg, Nordsjælland, Rosenborg, Norrköping og New York City á sínum ferli. Hann var spurður hvers vegna hann sæi eftir því að hafa farið til Nordsjælland í Danmörku. Hann fór þangað árið 2014 frá Sarpsborg og fór fyrir tímabilið 2016 til Rosenborg.

„Ég held að þetta hafi verið óþarfa skref, ég var það ungur og búinn að spila það vel, rosalega vel hjá Sarpsborg sem var mitt fyrsta skref í atvinnumennsku. Ég var búinn að spila rosalega vel með U21 landsliðinu, svo fer ég til Nordsjælland og þekkti ekki alveg til félagsins."

„Það voru engir stuðningsmenn og Óli Kristjáns var mjög erfiður. Þetta var bara virkilega erfiður tími. Ég sá mjög, mjög, mjög mikið eftir þessu sem maður á aldrei að gera. Ég er sem betur fer kominn þangað í lífinu að ég get séð hvað ég lærði af þessu, en ég var ekki alltaf þar. Ég veit ekki alveg hvernig það endaði á því ég var seldur þangað. Þetta var umboðsmannavesen, áhugi hjá fullt af liðum, stórum liðum, og ég hefði átt að taka slaginn en ég kunni þetta ekkert. Þetta var bara lélegt mat hjá mér og ég kunni ekki betur á þeim tíma. Léleg ákvörðun, það er bara þannig."


Ólafur Kristjánsson var þjálfari Nordsjælland tímabilið 2014-15 og var rekinn í desember 2015. Í lok þáttarins var Gummi í hraðaspurningum. Þar var hann spurður út í hver væri versti þjálfarinn sem hann hefði haft. Óli Kristjáns var svar Gumma við þeirri spurningu. Þáttinn má nálgast hér að neðan.

Gummi ræddi um Óla Kristjáns í Miðjunni hér á Fótbolta.net árið 2018.

Fannst oft vera stirt á milli okkar

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner