Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marc Wilson líklega á leið í ÍBV
Marc Wilson
Marc Wilson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Wilson er mjög líklega að ganga í raðir ÍBV. Hermann Hreiðarsson ætlar að nýta hann í þjálfarateyminu og vonast einnig eftir því að geta nýtt hann innan vallar. Wilson vann með Hemma hjá Þrótti Vogum í fyrra og spilaði tíu leiki þegar liðið vann 2. deild. Hermann er tekinn við ÍBV og vonast til að fá Wilson með sér í verkefnið.

„Það er möguleiki á því að Marc komi, ég er búinn að tala við hann og hann er jákvæður með þetta. Það er ekkert öruggt. Ég horfi á hann bæði í þjálfarateymið og svo sjáum við hvernig standið er á honum hvort hann spili. Þetta er frábært karakter og gott að hafa hann á svæðinu," sagði Hemmi í dag.

Fjallað var um möguleikann á því að Marc Wilson færi til ÍBV í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær. Það var einnig fjallað um Spánverjann Rúben Lozano sem lék með Þrótti Vogum í fyrra og er samningsbundinn, samkvæmt heimasíðu KSÍ, út komandi tímabil. Í þættinum var talað eins og það væri frágengið að Lozano færi í ÍBV.

„Nei, þetta er eitthvað kjaftæði (bullshit), ég veit ekki hvaðan þetta kemur," sagði Hemmi.

Ertu pirraður að heyra þegar eitthvað svona er nefnt sem ekki er fótur fyrir?

„Ja... ég er ekki beint pirraður en ég skil ekki hvernig svona gerist."

Að öðru, vantar einhverja í hópinn sem ekki eru mættir til Vestmannaeyja? „Telmo er ekki kominn og svo hafa einhverjir verið með covid," sagði Hemmi og játti því við fréttaritara að Andri Rúnar Bjarnason væri byrjaður að æfa með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner