Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. febrúar 2020 15:17
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Brennslan 
Aron Einar vill halda Erik Hamren eftir EM
Icelandair
Erik Hamren og Aron Einar Gunnarsson.
Erik Hamren og Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samningur landsliðsþjálfara Íslands, Erik Hamren, rennur út eftir EM í sumar. Mánuður er í að Íslands spili undanúrslitaleik gegn Rúmeníu í umspili fyrir mótið.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði vill halda Erik Hamren í þjálfarasætinu sama hvað gerist í næsta landsleikjaglugga.

Aron var í viðtali í Brennslunni á FM 95,7.

„Auðvitað (vil ég halda Hamren). Hann er búinn að lenda í ýmsum skakkaföllum með hópinn og auðvitað hefur hann kannski ekki fengið að velja úr öllum sínum leikmönnum. Það setur strik í reikninginn hvað varðar spilamennsku og úrslit," segir Aron.

„Mér finnst hann hafa tæklað þá pressu mjög vel. Hann er staðráðinn í að gera vel og við vitum að hann er jafn hungraður og við að komast á þetta mót og sanna sig."

Aron segir að ef til hans yrði leitað þá myndi hann mæla með því að Hamren fengi nýjan samning.

„Já. Það er ekki undir mér komið en við eigum gott samband. Hann og leikmennirnir eiga í góðu sambandi svo það er ekkert þar. Stjórn KSÍ og aðrir taka þá ákvörðun og svo er það undir honum sjálfum komið. Við erum ekkert að hugsa hvort að þjálfarinn verði áfram ef við komumst ekki á EM, heldur ætlum við bara á EM og gera það almennilega," segir Aron við Brennsluna.
Athugasemdir
banner