Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 26. febrúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Müller: Hann væri ekki hér ef hann hefði gert þetta fyrir fimm árum
Serge Gnabry skoraði tvennu í gær
Serge Gnabry skoraði tvennu í gær
Mynd: Getty Images
Thomas Müller, leikmaður Bayern München, var afar ánægður með frammistöðu Serge Gnabry í 3-0 sigrinum á Chelsea í gær en hann fagnar því að hann sé að raða inn mörkum.

Gnabry, sem er 24 ára gamall, samdi við Arsenal árið 2012 en náði aldrei að finna sig þar og spilaði aðeins 18 leiki og skoraði 1 mark á tíma sínum þar.

Hann var látinn fara til Werder Bremen þar sem hann gerði góða hluti og var ári síðar keyptur til Bayern.

Hann skoraði tvö mörk gegn Chelsea í gær og er kominn með 17 mörk á tímabilinu.

„Ég er ánægður með að hann sé að skora svona mikið í London núna og ekki fyrir fimm árum því ef hann hefði gert þetta fyrir fimm árum þá vær hann ekki með okkur í dag," sagði Müller.
Athugasemdir
banner
banner
banner