Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. febrúar 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Saka kannski besti ungi leikmaður deildarinnar"
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette.
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette, sóknarmaður Arsenal, var stórorður í garð liðsfélaga síns, Bukayo Saka, er hann ræddi við fréttamann fyrir leik Arsenal gegn Olympiakos í Evrópudeildinni á morgun.

Saka, sem er 18 ára, hefur spilað 26 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili og staðið sig vel fyrir Arsenal.

Saka er að upplagi kantmaður, en hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar að undanförnu. Það hefur hann gert með mikill prýði. „Hann er mjög góður," sagði Lacazette um Saka við blaðamenn í dag og hélt áfram að hrósa leikmanninum efnilega.

„Ég held að hann sé kannski besti ungi leikmaður deildarinnar. Hann þarf að bæta sig í nokkrum hlutum, en við getum séð gæði hans. Hann er auðmjúkur og það er það besta."

Lacazette var svo spurður hvað gerir Saka að besta unga leikmanninum. „Það er einfalt, gæðin sem hann býr yfir."

Svo gæti farið að Saka komi til greina í EM-hóp Englands ef hann heldur áfram á sömu braut.

Engin ástæða til að fara
Franski sóknarmaðurinn var einnig spurður út í sína framtíð á blaðamannafundinum. Í fréttum á Englandi í vikunni var fjallað um að Lacazette væri með klásúlú í samningi sínum sem gerði honum kleift að fara frá Arsenal ef félagið kemst ekki í Meistaradeildina á næstu leiktíð.

„Ég er með samning við félagið og það er engin ástæða fyrir mig að fara," sagði Lacazette og hélt því fram að hann vissi ekki um neina klásúlú í samningi sínum.

Hinn 28 ára gamli Lacazette kom til Arsenal frá Lyon árið 2017 og hefur aldrei spilað með Arsenal í Meistaradeildinni. Arsenal er í augnablikinu í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti.

Arsenal getur einnig komist í Meistaradeildina á næsta tímabili með því að vinna Evrópudeildina. Liðið mætir Olympiakos í 32-liða úrslitunum á morgun, en Arsenal vann fyrri leikinn í því einvígi 1-0 á útivelli.

Lacazette hefur á þessari leiktíð skorað átta mörk í 24 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner