Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 26. febrúar 2021 06:00
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildardráttur í hádeginu - Þessi lið eru í pottinum
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Fjögur bresk lið eru í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar klukkan 12:00 í dag.

Liðin gætu mæst innbyrðis þar sem drátturinn verður algjörlega opinn og lið frá sama landi geta mæst.

Tottenham Hotspur, Manchester United, Arsenal og Rangers komust í gegnum 32-liða úrslitin en Leicester City tapaði gegn Slavia Prag.

16-liða úrslitin verða leikin 11. og 18. mars.

Manchester United komst áfram eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad í gær en liðið vann 4-0 í fyrri leiknum. Arsenal sló Benfica út samtals 4-3.

Meðal annarra stórliða í 16-liða úrslitunum eru Ajax (sem vann Lille), AC Milan (sem komst naumlega áfram gegn Rauðu stjörnunni á útivallarmörkum) og Roma (sem vann Braga).

Liðin í pottinum:
Tottenham
Ajax
Arsenal
Granada
Rangers
Shakhtar Donetsk
Molde
Villarreal
Young Boys
Dynamo Kiev
Dinamo Zagreb
Slavia Prag
Manchester United
AC Milan
Olympiakos
Roma
Athugasemdir
banner
banner
banner