Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Berta Sóley með þrennu - KR vann í níu marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru þrír leikir fram í Lengjubikar kvenna í kvöld, tveir í B-deildinni og einn í C-deildinni.

Fram og Grótta áttust við í B-deildinni þar sem Mackenzie Elyze Smith skoraði tvennu fyrir Fram, en Díana Ásta Guðmundsdóttir svaraði með tvennu fyrir Gróttu.

Alda Ólafsdóttir og Rebekka Sif Brynjarsdóttir komust einnig á blað í 3-3 jafntefli þar sem Fram tókst að sækja í sitt fyrsta stig í Lengjubikarnum í ár eftir tapleiki í fyrstu umferðunum.

Fram á því eitt stig eftir þrjár umferðir, á meðan Grótta er með fjögur stig eftir tvo leiki.

ÍR náði þá í sín fyrst stig í B-deildinni þegar Breiðhyltingar tóku á móti Grindvíkingum og uppskáru þægilegan 3-0 sigur. Berta Sóley Sigtryggsdóttir sá um markaskorunina þar sem hún skoraði öll mörk leiksins, eitt í fyrri hálfleik og tvö í seinni hálfleik.

Að lokum áttust KR og Augnablik við í C-deildinni og úr varð mikil markaveisla, þar sem í heildina voru skoruð níu mörk.

KR vann viðureignina 5-4 eftir mikla skemmtun, þar sem Katla Guðmundsdóttir var atkvæðamest í liði heimakvenna með tvennu.

Lilja Þórdís Guðjónsdóttir skoraði hins vegar þrennu í liði gestanna og var það Lilja María Vilhjálmsdóttir sem jafnaði leikinn fyrir Augnablik með marki á 84. mínútu, en það dugði ekki til vegna þess að Katla skoraði sigurmark heimakvenna skömmu seinna.

Fram 3 - 3 Grótta
1-0 Mackenzie Elyze Smith ('48 )
1-1 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('51 )
2-1 Alda Ólafsdóttir ('54 )
3-1 Mackenzie Elyze Smith ('66 )
3-2 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('76 )
3-3 Díana Ásta Guðmundsdóttir ('90 )

ÍR 3 - 0 Grindavík
1-0 Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('30)
2-0 Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('54)
3-0 Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('71)

KR 5 - 4 Augnablik
1-0 Fanney Rún Guðmundsdóttir ('6 )
1-1 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('16 )
2-1 Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir ('17 )
3-1 Katla Guðmundsdóttir ('41 )
3-2 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('59 )
4-2 Íris Grétarsdóttir ('64 )
4-3 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('71 )
4-4 Lilja María Vilhjálmsdóttir ('84 )
5-4 Katla Guðmundsdóttir ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner