Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. mars 2023 12:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Akureyri.net 
Dómarar í launadeilu við KSÍ sniðgengu ráðstefnu
Pétur Guðmundsson dómari
Pétur Guðmundsson dómari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ráðstefna landsdómara KSÍ sem átti að hefjast í morgun var blásin af vegna ósætti milli dómara og KSÍ.


Samkvæmt heimildum Akureyri.net segja dómarar að samningar hafi ekki náðst um launamál.

Sagt er að félag deildadómara hafi borist tilboð á föstudag en eftir skoðanakönnun hjá þeim hafi því verið hafnað.

50 dómarar eru í félaginu og meirihluti samþykkti að mæta ekki á fundinn og mótmæla þannig. Einhverjum fannst það þó full hart.

Það er þó talið að málið muni leysast fljótlega og ekki þurfi að fresta leikjum, dómarar muni mæta og sinna sínu starfi.


Athugasemdir
banner
banner