Dönsku leikmannasamtökin krefjast afsökunarbeiðni frá Anders Olsen blaðamanni Ekstra Bladet sem hraunaði yfir Kasper Schmeichel, fyrirliða og markvörð danska landsliðsins.
Olsen skrifaði í grein í blaðinu að tími Schmeichel sem aðalmarkvörður Danmerkur ætti að vera liðinn, hann sé of gamall og ekki í líkamlegu standi. Hann sé klárlega ekki besti markvörður Dana í dag.
Olsen skrifaði í grein í blaðinu að tími Schmeichel sem aðalmarkvörður Danmerkur ætti að vera liðinn, hann sé of gamall og ekki í líkamlegu standi. Hann sé klárlega ekki besti markvörður Dana í dag.
„Hann dregur liðið niður og við þurfum að halda í okkur andanum í hvert sinn sem boltinn er sendur til hans því hann er svo lengi að athafna sig og fer svo á taugum þegar pressa er gerð á hann," segir Olsen um Schmeichel, sem er markvörður Celtic í dag.
„Kasper Schmeichel var algjörlega frábær markvörður en honum hefur hrakað verulega á undanförnum árum. Hann var of lélegur fyrir Nice, reyndi stutt fyrir sér í Belgíu og spilar nú í Skotlandi sem er verri deild en danska deildin. Á bekknum er Mads Hermansen (Leicester) sem spilar reglulega í ensku úrvalsdeildinni og var alltof góður fyrir dönsku deildina."
Schmeichel er 38 ára og segir Olsen að aldurinn væri ekki vandamál ef hann væri í formi. Hann segir að aðeins markverði handboltalandsliðsins sé fyrirgefið fyrir að vera of feitur. Þá líkti Olsen markverðinum við barn með lömunarveiki vegna tilburða sinna í vítateignum.
Michael Sahl Hansen formaður í dönsku leikmannasamtökunum segir Olsen hafa farið langt yfir strikið í orðavali sínu, segir að hann þurfi að fara í sjálfsskoðun og krefst þess að hann sendi opinbera afsökunarbeiðni til Schmeichel.
Athugasemdir