Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. apríl 2021 09:30
Magnús Már Einarsson
Belotti til Liverpool eða Manchester United?
Powerade
Andrea Belotti.
Andrea Belotti.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa aldrei eftir. Hér er helsta slúður dagsins. Njótið!



Chelsea er á undan Manchester United og PSG í baráttunni um Raphael Varane (28) varnarmann Real Madrid. (Mundo Deportivo)

Ali Camara (23), varnarmaður Young Boys í Sviss, er á óskalista Liverpool, Arsenal, Crystal Palace, West Ham og Norwich. (Teamtalk)

Bayern Munchen hefur hafið viðræður um að ráða Julian Nagelsmann, þjálfara RB Leipzig, sem þjálfara í sumar. (Independent)

Arsenal þarf að ákveða framtíð Joe Willock (21) í sumar en hann hefur staðið sig vel á láni hjá Newcastle í vetur. Arsenal gæti hins vegar selt hann til að fá pening í kassann. (Football London)

Arsenal er tilbúið að selja Ainsley Maitland-Niles (23) sem er á láni hjá WBA og framherjann Eddie Nketiah (21). Félagið vill fá tuttugu milljónir punda fyrir hvorn leikmanninn. (Sun)

Arsenal hefur efasemdir um það hversu mikinn áhuga Daniel Ek, eigandi Spotify, hefur á að kaupa félagið. (Times)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Eric Garcia (20) sé á leið frítt til Barcelona í sumar. (Metro)

Diego Simeone (31) þjálfari Atletico Madrid vill fá Cesar Azpilicuet (31) frá Chelsea í sumar. (El Gol Digital)

Manchester United og Liverpool gætu reynt að fá framherjann Andrea Belotti (27) frá Torino í sumar en AC Milan, Roma og Inter hafa einnig áhuga. (Tuttosport)

Wolves er nýjasta félagið til að sýna Tammy Abraham (23) framherja Chelsea áhuga. Aston Villa, West Ham og Leicester hafa áhuga. (Football Insider)

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, heldur að Harry Kane (27) verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir sögusagnir um að hann ætli að fara. (Goal)

Manchester City hefur hafið viðræður við Rauðu Stjörnuna um kaup á framherjanum Andrija Radulovic (18). (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner