Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. apríl 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flick áfram hjá Bayern eftir allt saman?
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Bayern München hefur ekki gefist upp á því að halda stjóra sínum, Hansi Flick.

Flick greindi frá því opinberlega eftir 3-2 sigur á Wolfsburg 17. apríl að hann ætlaði sér að hætta með Bayern eftir tímabilið.

Hinn 56 ára gamli Flick tók við Bayern af Niko Kovac á síðustu leiktíð eftir að hafa verið aðstoðarmaður Kovac. Undir stjórn Flick bætti Bayern sig mikið á skömmum tíma og endaði tímabilið á því að vinna bæði þýsku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Flick hefur ekki átt í góðu sambandi við Hasan Salihamidzic, yfirmann knattspyrnumála hjá Bayern, og hefur verið barátta um völdin á milli þeirra.

Bayern virðist ekki vera búið að gefast upp á því að halda Flick. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri félagsins, sagði í samtali við Bild að allir aðilar myndu setjast niður og ræða málin. Samkvæmt Goal þá gaf hann í skyn að Flick yrði mögulega áfram við stjórn liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner