Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 26. apríl 2021 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Klárlega breyting að fara úr 3. í 2. deild en við erum tilbúnir"
Halli á hliðarlínunni í fyrra
Halli á hliðarlínunni í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei þessi spá kemur ekki á óvart og er sennilega svona vegna þess að við erum nýliðar í deildinni," segir Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Reynis, þegar hann var spurður hvort honum kæmi það á óvart að sínu liði væri spáð 10. sæti í 2. deild í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 10. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni? Mikil breyting að koma upp í 2. deild úr þeirri 3.?

„Mér líst vel á deildina, þetta verður spennandi og góð deild með fullt af flottum fótbolta liðum. Já, það er klárlega breyting að fara úr 3. í 2. deild en við erum tilbúnir."

Hver eru markmið Reynis í sumar?

„Við höfum svo sem ekki rætt það innan hópsins en fyrstu markmið okkar eru að halda okkur í deildinni."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Hópurinn er klár já. Við eigum ekki eftir að fá inn fleiri menn en auðvitað erum við alltaf með augun opin."

Er spennandi að mæta Njarðvík og Þrótti í nágrannaslögum í sumar?

„Já, það verða hörkuleikir, sérstaklega gegn Njarðvík, þar sem þjálfarar og leikmenn þekkjast vel," sagði Halli.
Athugasemdir
banner