mán 26. apríl 2021 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikar kvenna: SR skoraði átta - ÍR áfram eftir framlengingu
ÍR-ingar fara áfram í næstu umferð
ÍR-ingar fara áfram í næstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR og SR eru komin áfram í 2. umferð Mjólkurbikarsins eftir góða sigra í kvöld en SR skoraði átta gegn KM í Laugardalnum.

Tara Sveinsdóttir skoraði þrennu fyrir SR sem vann KM 8-0. SR var yfir með fimm mörkum er það var flautað til hálfleiks og bætti liðið svo við þremur mörkum til viðbótar í þeim síðari.

Það fangaði athyglina að Úlfhildur Eysteinsdóttir, leikmaður KM, var í byrjunarliðinu en hún spilaði fyrir U17 ára landslið kvenna á tíunda áratugnum og lék þá fjóra leiki fyrir Val árið 1993.

Á bekknum hjá KM var þá Anna Kristín Ásbjörnsdóttir en samkvæmt KSÍ þá lék hún síðast mótsleik árið 1996 með FH í 3-2 tapi gegn Reyni Sandgerði.

Í hinum leik kvöldsins vann ÍR þá KH 2-1 eftir framlengingu. Birta Ósk Sigurjónsdóttir kom KH yfir á 16. mínútu áður en Unnur Elva Traustadóttir jafnaði fyrir ÍR fimm mínútum síðar.

Í framlengingunni varð Snæfríður Eva Eiríksdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur því 2-1 ÍR í vil.

ÍR mætir FH í næstu umferð á meðan SR spilar við Álftanes.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 2 - 1 KH
0-1 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('16 )
1-1 Unnur Elva Traustadóttir ('21 )
2-1 Snæfríður Eva Eiríksdóttir ('114, sjálfsmark )

SR 8 - 0 KM
1-0 Þórkatla María Halldórsdóttir ('2 )
2-0 Tara Sveinsdóttir ('18 )
3-0 Halla María Hjartardóttir ('23 )
4-0 Tara Sveinsdóttir ('27 )
5-0 María Rós Arngrímsdóttir ('41 )
6-0 Tara Sveinsdóttir ('53 )
7-0 Sunna Rut Ragnarsdóttir ('56 )
8-0 Ísabella Erna Hreiðarsdóttir ('71 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner