Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 26. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan ekki með í kvöld
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: Getty
Zlatan Ibrahimovic mun ekki leika með AC Milan gegn Lazio í kvöld en Stefano Pioli, stjóri Milan, hefur staðfest þetta.

Zlatan hefur misst af síðustu tveimur leikjum Milan. Hann var í leikbanni gegn Genoa og var svo ekki með gegn Sassuolo vegna meiðsla.

Hinn 39 ára gamli Zlatan er ekki klár í slaginn og verður ekki með í kvöld.

Zlatan hefur skorað 15 mörk í 17 deildarleikjum fyrir Milan sem er í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Rafael Leao eða Mario Mandzukic mun leiða sóknarlínuna, kannski gera þeir það saman.

Zlatan gerði nýjan samning við AC Milan í gær en hann verður hjá félaginu þegar hann heldur upp á 40 ára afmæli sitt.

„Ég væri tilbúinn að vera hérna til lífstíðar ef það væri hægt. Það hefur verið frábært að vinna með Stefano Pioli (þjálfara Milan) og hann er með rétt hugarfar. Á hverjum degi vinnur hann að því að bæta liðið og fá það besta út úr okkur," segir Zlatan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner