Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brenden Aaronson í Leeds (Staðfest)
Brenden Aaronson.
Brenden Aaronson.
Mynd: Leeds United
Leeds er búið að ganga frá kaupum á Brenden Aaronson, bandarískum miðjumanni sem kemur frá Red Bull Salzburg í Austurríki.

Að sögn Sky Sports þá borgar Leeds 29 milljónir evra fyrir þennan 21 árs gamla leikmann.

Leeds reyndi að kaupa leikmanninn í janúar, en það gekk ekki eftir þá. Það gekk eftir núna og skrifar Aaronson undir fimm ára samning við Leeds.

Aaronson er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur einnig leyst margar aðrar stöður. Jesse Marsch, bandarískur stjóri Leeds, þekkir landa sinn, Aaronson, vel úr Red Bull skólanum - ef svo má segja. Marsch er fyrrum stjóri Salzburg og RB Leipzig.

Leeds náði að halda sér uppi í ensku úrvalsdeildinni með dramatískum sigri á lokadeginum. Ef félagið hefði fallið, þá væri Aaronson klárlega ekki leikmaður Leeds núna enda peningarnir í úrvalsdeildinni stjarnfræðilegir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner