Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 26. maí 2022 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher finnst að Ronaldo eigi að fá sömu meðferð og Joe Hart
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, er á þeirri skoðun að Manchester United verði að losa sig við Cristiano Ronaldo í sumar.

Ronaldo var keyptur aftur til United frá Juventus síðasta sumar og skoraði hann 24 mörk í 38 leikjum á tímabilinu sem var að klárast. Hann var langbesti leikmaður Man Utd á tímabilinu, kannski fyrir utan markvörðinn David de Gea.

Ronaldo á eitt ár eftir af samningi sínum og nýr stjóri United, Erik ten Hag, hefur talað um það að Portúgalinn sé í sínum plönum. En Carragher segir að Ten Hag, verði að losa sig við stórstjörnuna sem verður 38 ára á næsta tímabili.

„Ég er að hugsa um Jurgen Klopp og Pep Guardiola núna," sagði Carragher.

„Guardiola kom inn hjá City og ákvað sig að losa sig við Joe Hart um leið. Hann var aðalmarkvörður enska landsliðsins og hafði verið frábær fyrir City um árabil, en Guardiola taldi hann ekki henta sínum fótbolta. Þegar Klopp tók við Liverpool þá losaði hann sig við leikmenn sem Brendan Rodgers var nýbúinn að fá. Þeir tóku stórar ákvarðanir strax."

„Ég er sannfærður um að Ten Hag verði að gera það sama við Ronaldo. Cristiano Ronaldo er einn besti fótboltamaður sögunnar en þetta voru ekki góð kaup. Þetta er ekki vanvirðing - hann er ótrúlegur - en Ronaldo hefur aldrei spilað í svona slöku liði. Það er ekki rétt fyrir United að fara inn í næsta tímabil með 38 ára gamlan framherja, það er ekki rétt jafnvel þó að hann skori mörk."

Það var mikið talað um það á tímabilinu sem var að klárast að það hjálpi ekki United að hafa Ronaldo sem fremsta mann þar sem hann er ekki sá duglegasti og ekki mesti liðsmaðurinn hvað það varðar. Það er ljóst að það þarf að endurbyggja leikmannahóp Man Utd eftir dapran árangur og eru skiptar skoðanir um það hvort Ronaldo eigi að vera hluti af því eða ekki. Carragher telur að Ronaldo hafi ekki sérlega góð áhrif á Man Utd eins og staðan er núna.
Athugasemdir
banner
banner