Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 26. maí 2023 09:01
Elvar Geir Magnússon
AZ Alkmaar setur 43 stuðningsmenn í bann
Hópur stuðningsmanna AZ Alkmaar reyndu að ráðast inn í stúkuna þar sem vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna West Ham voru.
Hópur stuðningsmanna AZ Alkmaar reyndu að ráðast inn í stúkuna þar sem vinir og fjölskyldumeðlimir leikmanna West Ham voru.
Mynd: Getty Images
AZ Alkmaar hefur sett 43 stuðningsmenn í bann frá leikvangi sínum eftir að ráðist var á stuðningsmenn West Ham þegar hollenska liðið tapaði í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar.

Í yfirlýsingu segir AZ að fleiri einstaklingar gætu verið settir í bann en rannsókn er ekki lokið. Þá er málið í skoðun hjá YEFA.

Eftir að flautað var til leiksloka þá réðst hópur stuðningsmanna AZ inn á það svæði stúkunnar þar sem vinir og ættingjar leikmanna West Ham sátu.

Heimildarmaður Guardian segir að sem betur fer hafi boltabullurnar ekki komist langt upp í stúkuna. Hann hafði mestar áhyggjur af hollenskum fjölskyldum sem festust á milli í átökunum.

„Ég biðst afsökunar á hegðun þessara manna. Maður skammast sín þegar svona gerist á eigin leikvangi. Þetta á ekki að gerast. Menn þurfa að hafa hemil á tilfinningum sínum," sagði Pascal Jansen, stjóri AZ.

West Ham vann einvígið 3-1 og mætir Fiorentina í úrslitum þann 7. júní í Prag.
Athugasemdir
banner
banner