Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   sun 26. maí 2024 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greenwood kveður Getafe - „Súrsætur endir"
Mynd: EPA

Mason Greenwood lék sinn síðasta leik fyrir Getafe í kvöld þegar liðið tapaði gegn Mallorca í lokaumferð spænsku deildarinnar.


Greenwood lék allan leikinn þar sem liðið komst yfir en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Hann lék 33 leiki í deildinni, skoraði átta mörk og lagði upp sex.

Hann snýr núna aftur til Manchester United en hann mun líklega vera seldur frá enska féalginu í sumar.

„Ótrúlega þakklátur Getafe fjölskyldunni og stuðningsmönnunum fyrir frábært tímabil. Takk fyrir að taka vel á móti mér og láta mér líða eins og ég sé einn af ykkur. Ég naut hverrar einustu sekúndu með liðsfélögunum. Þetta var súrsætur endir en það er mín ánægja að hafa spilað fyrir ykkur, óska ykkur alls hins besta," skrifaði Greenwood á Instagram síðu sína í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner