Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 21:04
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu Freysa fagna eftir afrekið - Kallaður Houdini
Freyr hélt ræðu fyrir stuðningsmenn.
Freyr hélt ræðu fyrir stuðningsmenn.
Mynd: Kortrijk
Áhorfendur hlupu út á völlinn í leikslok. Ósvikin gleði.
Áhorfendur hlupu út á völlinn í leikslok. Ósvikin gleði.
Mynd: Fótbolti.net - Kjartan Örn
„Ég held ég hafi nýtt allt það sem ég hef upplifað á ferlinum til þess ýtrasta. Verið ég sjálfur," segir Freyr Alexandersson í viðtali við RÚV sem var tekið eftir að hann stýrði Kortrijk til 4-2 sigurs gegn Lommel í lokaleik tímabilsins.

„Öll reynslan mín í kringum landsliðin þegar við vorum alltaf að spila þessa úrslitaleiki og fá að vera í kringum Lars og í kringum Heimi. Það var alltaf úrslitaleikur á eftir úrslitaleik og það nýttist mér rosa vel núna síðustu vikurnar. Og það sem ég upplifði í fyrra með Lyngby, ég notaði helling af því og vera bara skýr."

Með úrslitunum náði Kortrijk að halda sæti sínu í belgísku úrvalsdeildinni en þegar hann tók við liðinu um mitt tímabil voru allir búnir að bóka fall enda var það í hörmulegri stöðu. Freyr náði að koma trú og öflugu skipulagi í sitt lið.

„Enginn í öllu landinu trúði því liðið gæti haldið sér þegar ég kom hingað," sagði Freyr við belgíska fjölmiðla en Björn Malmquist, fréttamaður RÚV sem var á leiknum í dag, talaði um að Freyr yrði tekinn í guðatölu í bænum Kortrijk ef það næði að halda sér.

Íþróttafréttamaðurinn Elian Coussement talar um Frey 'Houdini' Alexandersson og vitnar þar í einn frægasta töframann heims.

Freyr á fund með stjórn félagsins á morgun þar sem rætt verður um næsta tímabil. Hann segir mikla vinnu framundan á leikmannamarkaðnum og það séu íslenskir leikmenn á blaði hjá sér.

„Ég vil líka breyta mjög miklu í umhverfinu hérna. Ég á fund á morgun og þá verða settar anski skýrar kröfur," segir Freyr í viðtalinu við RÚV, sem sjá má í heild hérna.

Hér að neðan má sjá myndband af Frey fagna eftir lokaflautið og svo frá frekari gleði með stuðningsmönnum.





Athugasemdir
banner