Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. júní 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Afríka skoraði fimm mörk en tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Arnór Sverrisson hefur gjörsamlega raðað inn mörkunum frá komu sinni til RB. Hann er uppalinn í Reykjanesbæ.
Jón Arnór Sverrisson hefur gjörsamlega raðað inn mörkunum frá komu sinni til RB. Hann er uppalinn í Reykjanesbæ.
Mynd: Njarðvík

Afríka 5 - 7 RB
0-1 Jón Kristján Harðarson ('12)
0-2 Jón Arnór Sverrisson ('17)
0-3 Jón Arnór Sverrisson ('27)
0-4 Jón Arnór Sverrisson ('33)
0-5 Harun Crnac ('39)
1-5 Muhammed Daniel Sillah ('44)
2-5 Muhammed Daniel Sillah ('48)
2-6 Jón Kristján Harðarson ('51)
2-7 Ricardo Henrique Carvalho ('60)
3-7 Alfredo Xavier Guevara Paz ('65)
4-7 Muhammed Daniel Sillah ('67)
5-7 Alfredo Xavier Guevara Paz ('79)


Afríka og RB mættust í eina leik kvöldsins í 4. deildinni og úr varð afar skemmtileg viðureign þar sem gestirnir komust í fimm marka forystu í fyrri hálfleik.

Jón Arnór Sverrisson skoraði þrennu fyrir leikhlé og var staðan 1-5 í halfleik. Afríka reyndi að koma til baka í seinni halfleik og skoraði fjögur mörk en þau nægðu ekki.

Muhammed Daniel Sillah setti þrennu og Alfredo Xavier Guevara Paz tvennu í liði Afríku en lokatölur urðu þó 5-7 fyrir RB.

RB er í þriðja sæti B-riðils eftir sigurinn, tveimur stigum frá toppliðum Tindastóls og KFK sem eiga leik til góða. Afríka er áfram án stiga.


Athugasemdir
banner
banner