Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
banner
   sun 26. júní 2022 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins ósáttur: Sáu þetta allir nema tveir menn á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fram er fallið úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 4-1 tap gegn KA á Akureyri í dag. Jón Sveinsson þjálfari liðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin?


Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Fram

„Ömurleg í sjálfum sér, við ætluðum að halda áfram í bikarnum og fara lengra en hingað. Þetta er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við það og áfram gakk,"

Fram var tveimur mörkum undir og manni færri allan síðari hálfleikinn en náðu að minnka muninn.

„Það var á brattann að sækja fyrir okkur. Menn lögðu sig fram, það er ekki hægt að kvarta yfir því. Menn hlupu og börðust. Við vorum einum færri, þetta er bikarkeppni, við höfum engu að tapa þannig að við urðum að reyna sækja og jafna leikinn til að fá eitthvað út úr honum," sagði Jón.

Framarar söfnuðu nokkrum gulum spjöldum og leikmaður fékk rautt af bekknum.

„Menn voru ósáttir. Rauða spjaldið var bara leikmaður á bekknum sem stökk upp að mótmæla dómi."

Jón var ósáttur við annað vítanna sem KA fékk í leiknum.

„Mér fannst fyrra vítið ekki vera víti, þar er Óli á undan í boltann og sparkar honum í burtu svo lenda þeir saman. KA maðurinn fer í hann en ekki öfugt. Ég held að við getum ekki kvartað yfir seinna vítinu."

„Á móti áttum við að fá víti í fyrri hálfleik þar sem brotið var fært útfyrir teig þar sem brotið var klárlega inn í teig. Ég held að það hafi allir séð það nema tveir menn á vellinum."


Athugasemdir
banner
banner
banner