Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 26. júní 2022 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins ósáttur: Sáu þetta allir nema tveir menn á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fram er fallið úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 4-1 tap gegn KA á Akureyri í dag. Jón Sveinsson þjálfari liðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin?


Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Fram

„Ömurleg í sjálfum sér, við ætluðum að halda áfram í bikarnum og fara lengra en hingað. Þetta er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við það og áfram gakk,"

Fram var tveimur mörkum undir og manni færri allan síðari hálfleikinn en náðu að minnka muninn.

„Það var á brattann að sækja fyrir okkur. Menn lögðu sig fram, það er ekki hægt að kvarta yfir því. Menn hlupu og börðust. Við vorum einum færri, þetta er bikarkeppni, við höfum engu að tapa þannig að við urðum að reyna sækja og jafna leikinn til að fá eitthvað út úr honum," sagði Jón.

Framarar söfnuðu nokkrum gulum spjöldum og leikmaður fékk rautt af bekknum.

„Menn voru ósáttir. Rauða spjaldið var bara leikmaður á bekknum sem stökk upp að mótmæla dómi."

Jón var ósáttur við annað vítanna sem KA fékk í leiknum.

„Mér fannst fyrra vítið ekki vera víti, þar er Óli á undan í boltann og sparkar honum í burtu svo lenda þeir saman. KA maðurinn fer í hann en ekki öfugt. Ég held að við getum ekki kvartað yfir seinna vítinu."

„Á móti áttum við að fá víti í fyrri hálfleik þar sem brotið var fært útfyrir teig þar sem brotið var klárlega inn í teig. Ég held að það hafi allir séð það nema tveir menn á vellinum."


Athugasemdir
banner