Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 26. júní 2022 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins ósáttur: Sáu þetta allir nema tveir menn á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fram er fallið úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 4-1 tap gegn KA á Akureyri í dag. Jón Sveinsson þjálfari liðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin?


Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Fram

„Ömurleg í sjálfum sér, við ætluðum að halda áfram í bikarnum og fara lengra en hingað. Þetta er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við það og áfram gakk,"

Fram var tveimur mörkum undir og manni færri allan síðari hálfleikinn en náðu að minnka muninn.

„Það var á brattann að sækja fyrir okkur. Menn lögðu sig fram, það er ekki hægt að kvarta yfir því. Menn hlupu og börðust. Við vorum einum færri, þetta er bikarkeppni, við höfum engu að tapa þannig að við urðum að reyna sækja og jafna leikinn til að fá eitthvað út úr honum," sagði Jón.

Framarar söfnuðu nokkrum gulum spjöldum og leikmaður fékk rautt af bekknum.

„Menn voru ósáttir. Rauða spjaldið var bara leikmaður á bekknum sem stökk upp að mótmæla dómi."

Jón var ósáttur við annað vítanna sem KA fékk í leiknum.

„Mér fannst fyrra vítið ekki vera víti, þar er Óli á undan í boltann og sparkar honum í burtu svo lenda þeir saman. KA maðurinn fer í hann en ekki öfugt. Ég held að við getum ekki kvartað yfir seinna vítinu."

„Á móti áttum við að fá víti í fyrri hálfleik þar sem brotið var fært útfyrir teig þar sem brotið var klárlega inn í teig. Ég held að það hafi allir séð það nema tveir menn á vellinum."


Athugasemdir
banner
banner
banner