Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 26. júní 2022 19:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jón Sveins ósáttur: Sáu þetta allir nema tveir menn á vellinum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fram er fallið úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 4-1 tap gegn KA á Akureyri í dag. Jón Sveinsson þjálfari liðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir leikinn. Hvernig er tilfinningin?


Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Fram

„Ömurleg í sjálfum sér, við ætluðum að halda áfram í bikarnum og fara lengra en hingað. Þetta er niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við það og áfram gakk,"

Fram var tveimur mörkum undir og manni færri allan síðari hálfleikinn en náðu að minnka muninn.

„Það var á brattann að sækja fyrir okkur. Menn lögðu sig fram, það er ekki hægt að kvarta yfir því. Menn hlupu og börðust. Við vorum einum færri, þetta er bikarkeppni, við höfum engu að tapa þannig að við urðum að reyna sækja og jafna leikinn til að fá eitthvað út úr honum," sagði Jón.

Framarar söfnuðu nokkrum gulum spjöldum og leikmaður fékk rautt af bekknum.

„Menn voru ósáttir. Rauða spjaldið var bara leikmaður á bekknum sem stökk upp að mótmæla dómi."

Jón var ósáttur við annað vítanna sem KA fékk í leiknum.

„Mér fannst fyrra vítið ekki vera víti, þar er Óli á undan í boltann og sparkar honum í burtu svo lenda þeir saman. KA maðurinn fer í hann en ekki öfugt. Ég held að við getum ekki kvartað yfir seinna vítinu."

„Á móti áttum við að fá víti í fyrri hálfleik þar sem brotið var fært útfyrir teig þar sem brotið var klárlega inn í teig. Ég held að það hafi allir séð það nema tveir menn á vellinum."


Athugasemdir
banner
banner