Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2022 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sálfræðihernaður hjá Arnari? - „Kannski óttaðist hann þá mest"
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur ekki verið að eiga sérstaklega gott sumar, allavega ekki miðað við væntingar sem eru settar á ári hverju í Vesturbæ.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, talaði um það í landsleikjaglugganum að KR myndi fara á flug að honum loknum. En það hefur alls ekki verið raunin og tapaði liðið síðasta leik sínum 4-0 gegn Breiðabliki.

„Var Arnar að trolla þá þegar hann sagði að þeir væru að fara í gang?” spurði Tómas Þór Þórðarson í síðasta þætti Innkastins.

„Eðlilega trúðu þessu allir og bjuggust við því að þeir myndu vinna næstu tvo leiki með markatölunni 8-1 eða eitthvað. En það er bara alls ekki að gerast.”

„Þetta var alvöru sálfræðihernaður,” sagði Benedikt Bóas Hinriksson léttur.

„Kannski óttaðist hann þá mest í baráttunni um annað sætið og ákvað að slökkva bara á þeim,” sagði Elvar Geir Magnússon.

Það er vel hægt að spyrja sig að því hvort Arnar hafi verið í hugarleikfimi þarna; að setja ákveðna pessu á KR.

KR er núna í sjötta sæti Bestu deildarinnar með 16 stig eftir ellefu leiki.
Heimavöllurinn á EM: B&B fara yfir rosalegan B-riðil
Athugasemdir
banner
banner