Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 26. júlí 2017 21:38
Hafliði Breiðfjörð
Freyr reifst við fréttamann: Ekkert með leikkerfið að gera
Freyr á hliðarlínunni í kvöld.
Freyr á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson þjálfari Íslands ræddi við fjölmiðla eftir 0-3 tap gegn Austurríki í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  3 Austurríki U20

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu að ofan en Frey var mikið niðri fyrir eftir leikinn og reifst við Arnar Daða Arnarsson fréttamann Fótbolta.net þegar hann spurði hvort breytt leikkerfi hafi haft áhrif á slakt gengi Íslands sem tapaði öllum sínum leikjum á mótinu.

Í miðju viðtali þegar Freyr var spurður hvort hann sæi ekki eftir að hafa breytt um leikkerfi kom austurríska liðið dansandi og syngjandi inn í herbergið þar sem viðtalið fór fram með með hárri danstónlist. Freyr æstist upp í hamagangnum og þó það heyrist ekki vel hvað hann er að segja heyrðist eitthvað.

„Ég sé í rauninni ekki eftir því," sagði Freyr og hélt áfram skömmu síðar. „Heldur þú í alvörunni að leikkerfið sé ástæða þess að liðið hafi ekki náð fleiri stigum?" spurði Freyr og heimtaði svör frá fréttamanninum sem svaraði á endanum að það hlyti að telja eitthvað.

„Hlýtur það að telja eitthvað? Það hefur nákvæmlega ekkert með málið að gera.Þú hlýtur að átta þig á því sjálfur ef þú horfir á leikina. Það hefur akkúrat ekkert með málið að gera!"

En voru væntingarnar fyrir mót ekki glórulausar?
„Mér fannst það ekki, ef við hugsum ekki stórt og reynum ekki að teyja okkur eins langt og við getum, hvað ætlum við þá að vera? Eigum við að fara inn á þriðja stórmótið og ætla bara að vera með? Ég spyr?"

En var innistæða fyrir þessu?
„Já, það sem gerist með háleitri markmiðasetningu þá nærðu því allra besta út úr íþróttamanninum. Þú þekkir það er það ekki?"

En það sést ekki á þessu móti?
„Þú nærð því allra besta frá þeim, leikmenn teyja sig hátt og gefa hvorum öðrum innblástur. Þú sérð hvernig þjóðin hefur verið í kringum liðið. Ekki satt? Það hefur myndað ákveðna stemmningu að fólkið hefur hugsað stórt og viljað teyja sig langt. Þannig eru íslenskir íþróttamennn. Ef þeir eru allir tilbúnir að teyja sig eins langt og hægt er þá ná þeir árangri. Það er svona stutt á milli í þessu. Það munar einu augnabliki á 86. mínútu í Frakkaleiknum. Það eru ein mistök, varnarmistök á móti Sviss og þá værum við að spila úrslitaleik hérna í dag. Þú verður að átta þig á að þetta hefur ekkert með það að gera hvort leikkerfið heitir 3-5-2, 4-3-3, 4-5-1, það skiptir engu máli, það skiptir máli að láta litlu atriðin telja fyrir sig. Það er það sem gerðist ekki hér og það eru milljón ástæður fyrir því. Allt frá hvernig leikmenn undirbjuggu sig frá september fram að móti eða þá hvernig síðustu dagarnir í undirbúningnum voru og svo framvegis og svo framvegis."

En var innistæða fyrir þessum væntingum fyrir mót?
„Já það er klárt."

Hver var innistæðan?
„Það sem ég var að segja, við vorum augnabliki frá því, á 86. mínútu á móti Frökkum fáum við vítaspyrnu á okkur. Ef það hefði verið eitt stig í þeim leik þá hefði allt verið galopið. Á ég að telja aftur upp það sem ég var að segja? Það er innistæðan. Við erum með leikmenn sem leggja allt á sig og eru eins undirbúnir og völ er á."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner