Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. júlí 2022 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Englands og Svíþjóðar: Hvaða lið fer í úrslit?
Englendingar mæta Svíum
Englendingar mæta Svíum
Mynd: EPA
England og Svíþjóð mætast í undanúrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld en leikurinn er spilaður á Bramall Lane, heimavelli Sheffield United.

Það er engin breyting á enska liðinu sem vann Spán, 2-1, í 8-liða úrslitunum.

Svíar gera tvær breytingar en Sofia Jakobsson og Hanna Glas koma í byrjunarliðið fyrir Amöndu Nilden og Johönnu Rytting Kaneryd.

Caroline Seger er búin að losa sig við smávægileg meiðsli og byrjar á bekknum hjá Svíum í dag.

England: Earps, Bronze, Bright, Williamson, Daly, Walsh, Stanway, Kirby, Mead, Hemp, White

Svíþjóð: Lindahl; Glas, Eriksson, Sembrant, Ilestedt; Björn Asllani, Angeldahl; Jakobsson, Blackstenius; Rolfö.
Athugasemdir
banner
banner