Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. júlí 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba missir af fyrstu mánuðunum vegna meiðsla
Mynd: Getty Images

Paul Pogba spilaði fyrri hálfleikinn í sigri Juventus gegn Chivas í æfingaleik í Bandaríkjunum um helgina.


Frakkinn fann fyrir óþægindum í hægra hné og er komið í ljós að um ræðir meiðsli á liðþófa sem kalla líklegast á aðgerð.

Pogba verður því frá í um tvo mánuði hið minnsta samkvæmt ítölskum fjölmiðlum og missir af fyrstu leikjum keppnistímabilsins.

Adrien Rabiot mun taka stöðu Pogba í byrjunarliðinu en Juve er einnig að reyna að kaupa Leandro Paredes frá PSG. TIl að geta gert það þarf félagið fyrst að losa sig við Aaron Ramsey og Arthur af launaskrá. 

Rabiot er ekki með í æfingaferðinni um Bandaríkin af persónulegum ástæðum. Hann mætti seint á undirbúningstímabilið og æfir með varaliði Juve þar til hópurinn snýr aftur frá Bandaríkjunum eftir mánaðarmót.


Athugasemdir
banner
banner
banner