Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 26. september 2020 14:41
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Berglind Björg gerði eina mark Le Havre
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paris FC 1 - 1 Le Havre
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('87)
1-1 Clara Mateo ('89)

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir voru í byrjunarliði Le Havre sem heimsótti Paris FC í efstu deild franska boltans í dag.

Staðan var markalaus alveg þar til á lokakaflanum, þegar Berglind Björg kom Le Havre yfir á 87. mínútu.

Gleði gestanna var þó skammlíf því Clara Mateo jafnaði fyrir Paris skömmu síðar og urðu lokatölurnar 1-1.

Le Havre er með fjögur stig eftir þrjár fyrstu umferðir tímabilsins.

Athugasemdir
banner
banner