Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valdimar byrjaði - Frábær sigur Sandefjord og markalaust hjá PAOK
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Þór Ingimundarson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Stromsgödset er liðið gerði markalaust jafntefli við Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni.

Valdimar gekk nýlega í raðir Stromsgödset frá Fylki og hann spilaði fyrri hálfleikinn í kvöld. Ari Leifsson var allan tímann á bekknum hjá Stromsgödset sem er í 12. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Sandefjord er komið upp í níunda sæti deildarinnar eftir frábæran 1-0 útisigur á Molde. Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn fyrir Sandefjord og Emil Pálsson kom inn á undir lokin.

Sverrir hjálpaði liði sínu að halda hreinu
Í Grikklandi spiluðu tvö Íslendingalið í dag. Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn fyrir PAOK er liðið gerði markalaust jafntefli við Volos á útivelli.

PAOK er með þrjú stig eftir fimm leiki og mun eflaust berjast um titilinn við hitt Íslendingaliðið, Olympiakos. Ögmundur Kristinsson var ekki í hóp hjá Olympiakos sem vann í dag 2-0 sigur gegn Panaitolikos á heimavelli.

Íslendingar í tapliðum
Þeir Bjarni Mark Antonsson, Böðvar Böðvarsson og Willum Þór Willumsson spiluðu allir í tapi í dag.

Bjarni Mark spilaði 86 mínútur í tapi Brage gegn Öster á heimavelli í sænsku B-deildinni, Willum spilaði 70 mínútur í tapi 2-4 tapi BATE Borisov gegn Dinamo Brest í Hvíta-Rússlandi og Böðvar lék allan leikinn fyrir Jagiellonia Bialystok í 0-1 tapi gegn Zaglebie Lubin á heimavelli.

Brage er í sjötta sæti með 29 stig eftir 20 leiki í Svíþjóð, BATE er á toppnum í Hvíta-Rússlandi og Jagiellonia er í fimmta sæti eftir fimm leiki í Póllandi.

Í Slóvakíu var Íslendingaslagur þegar Spartak Trnava fór á heimavelli Senica og vann 2-0 sigur. Nói Snæhólm Ólafsson var ónotaður varamaður hjá Senica og Birkir Valur Jónsson var ekki í hóp hjá Trnava. Trnava er í þriðja sæti og Senica á botninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner