Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. september 2022 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Dalot fer ekki frítt eftir tímabilið
Hinn 23 ára gamli Dalot var algjör lykilmaður upp öll yngri landslið Portúgals.
Hinn 23 ára gamli Dalot var algjör lykilmaður upp öll yngri landslið Portúgals.
Mynd: EPA

Fjölmiðlar í Portúgal og Ítalíu hafa verið að velta því fyrir sér hvert Diogo Dalot ætli að fara þegar samningurinn hans við Manchester United rennur út næsta sumar.


Dalot hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og skoraði til að mynda frábæra tvennu í sigri Portúgal gegn Tékklandi í Þjóðadeildinni um helgina.

Fabrizio Romano gerði myndband til að ræða um stöðu Dalot og benti á að Rauðu djöflarnir eru með möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár.

Romano segir að samskipti milli Dalot og stjórn Man Utd séu góð en að viðræður um nýjan samning séu ekki komnar langt á veg. Viðræðurnar hafa verið í gangi í nokkra mánuði en ganga hægt.

Hann segir stjórn Man Utd ekki vera stressaða yfir ástandinu vegna ákvæðis sem gerir félaginu kleift að framlengja samning Dalot og halda honum hjá sér í eitt ár til viðbótar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner