Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 17:30
Fótbolti.net
Rýnt í 50 milljóna króna leikinn - Hvar liggja styrkleikarnir?
Lengjudeildin
Keflavík og Afturelding mætast í úrslitaleik umspilsins.
Keflavík og Afturelding mætast í úrslitaleik umspilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er með reynslumeiri og betri markmann.
Afturelding er með reynslumeiri og betri markmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári er einn heitasti leikmaður deildarinnar.
Kári er einn heitasti leikmaður deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardaginn mætast Keflavík og Afturelding í 50 milljóna króna leiknum á Laugardalsvelli, úrslitaleiknum um sæti í Bestu deildinni. Það verður leikið til þrautar og mikil spenna fyrir komandi leik.

Fótbolti.net fékk Baldvin Borgarsson, sérfræðing um Lengjudeildina, til að bera saman liðin og dæma um hvort liðið sé öflugri í hverri línu.

Markvarslan: Afturelding
Hér er hörð samkeppni milli liðanna, Ásgeir Orri hefur verið stórkostlegur í sumar en Afturelding hinsvegar sótti Jökul í glugganum sem gjörbreytti leik liðsins frá og með þeim tímapunkti. Ásgeir hrikalega efnilegur og staðið sig vel en í dag er Jökull þó talsvert reynslumeiri og betri markmaður.

Vörnin: Keflavík
Keflavík er að mínu mati með öflugri varnarlínu, sérstaklega þegar það kemur að sjálfum varnarleiknum. Afturelding með betri sóknarvörn í Georgi og Aron Elí í bakvörðunum en ég myndi velja Axel Inga, Ásgeir Helga, Gulla Fannar og Ásgeir Pál í mitt lið framyfir Georg, Gunnar Bergmann, Sigurpál Melberg og Aron Elí.

Miðjan: Afturelding
Hér höfum við mjög ólík “matchup” ef ég má sletta, Keflvíkingar með reynslumikla menn sem hafa verið þekktari fyrir að vera öflugri í að verjast en sækja í þeim Sindra Snæ, Frans Elvars og svo var Ásgeir Helgi með þeim inná miðjunni gegn ÍR í Breiðholtinu, en ætli þeir planti ekki Sami Kamel í tíuna núna? Á móti er Afturelding með virkilega léttleikandi Bjart Bjarma, Oliver Bjerrum og Aron Jó sem er einn besti leikmaður deildarinnar og verið sjóðandi upp á síðkastið. Ég vel þarna Aftureldingarmiðjuna í mitt lið.

Sóknin: Keflavík
Enn ein línan þar sem er hörð samkeppni og ekki eitt augljóst svar. Keflvíkingar með sjóðandi Kára Sigfússon og öflugan Mihael Mladen ásamt Ara Stein eða Sami Kamel í fremstu línu, gegn Elmari Cogic, Arnóri Gauta og Hrannari Snæ… Elmar Kári einn besti leikmaður deildarinnar vs Kári Sigfússon einn heitasti leikmaður deildarinnar. Erfið ákvörðun. Mihael Mladen er alltaf ofaná gegn Arnóri Gauta sem hefur einhvernveginn aldrei náð sér á strik í sumar og byrjaði mótið meiddur. Svo er ég rosalega hrifinn af Hrannari sem hefur komið með mikið að borðinu í liði Aftureldingar í sumar upp á móti Ara Stein eða Sami Kamel. Ég held að ég verði að velja Keflavíkursóknina og þar með gera Ægi Líndal gjörsamlega trylltan, sem skilar svo reyndar ótrúlegri orku úr stúkunni á laugardaginn.

Lykilmenn leiksins:
Ég hlakka mikið til þess að sjá stöðubaráttur og einvígi Elmars Kára og Ásgeirs Páls, Arons Jó og Sindra Snæs, Kára Sigfússonar og Arons Elís. Að lokum verða báðir markmenn algjörir lykilmenn í þessum leik.

Spáin:
Það verður hart barist, hvorugt lið þorir að gera mistök líkt og í leiknum í fyrra, en hvorugt liðið er þó jafn massívt varnarlega og Vestraliðið var í fyrra. Eldingin kemst yfir í leiknum í fyrri, Keflvíkingar jafna um miðjan seinni og svo skorar Eldingin á 90+ sem verður sigurmark leiksins, ég er hinsvegar ekki alveg búinn að átta mig á hvort það mark komi í venjulegum leiktíma eða framlengingu!
Athugasemdir
banner
banner