Frakkinn ungi Kylian Mbappe var sneggsti leikmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð samkvæmt opinberum tölum frá UEFA.
Mbappe náði hámarkshraða sem numdi 33,98km/klst í úrslitaleiknum sjálfum þar sem PSG tapaði fyrir Bayern München.
Lukas Klostermann, varnarmaður RB Leipzig, mældist næsthraðastur. Hann náði 33,82km hraða í undanúrslitaleiknum gegn PSG.
Hans Hateboer, bakvörður Atalanta, er í þriðja sæti eftir að hafa náð 33,71km hraða í 8-liða úrslitum gegn PSG.
Achraf hakimi, Alphonso Davies og Kyle Walker koma í næstu þremur sætum fyrir neðan. Walker og Joe Gomez eru einu leikmenn enska boltans sem komast á listann.
Very interesting from Uefa's technical report of last season's Champions League - the fastest sprinters
— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) October 26, 2020
Mbappe predictably on top pic.twitter.com/gIqHjJvS1C
Athugasemdir