„Góður leikur heilt yfir, en aðvitað vildi maður taka þátt í leiknum, en það var ekki hægt en geggjað að enda þessu á sigri.'' segir Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnuna, eftir 3-2 sigur gegn FH í seinustu umferð Bestu deildar árið 2024.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 FH
Þórarinn, Hilmar og Daníel fengu alvöru kveðjustund með Stjörnuteymi og áhorfendum með löngu myndbandi til að fagna þeirra feril hjá Stjörnunni.
„Mér finnst það bæði fyrir Stjörnuna og Danna, hann á skilið allan heiður sem hægt er að gera.''
Þórarinn var spurður út í hvað tekur við hjá honum eftir ferlinum.
„Ég ætla að fara í frí og aðeins að melta það. Það getur vel verið að maður sé hættur, en ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur, þið fáið að frétta af því ef það gerist,''
„Ég hélt að Skaginn myndi bíta meira frá sér í dag, en þetta fór bara í síðasta leik fyrir þeim, þeir eru ekki alveg eins inn í þessu. Við gerðum okkar og þetta er bara búið að vera vaxandi hjá okkkur í restina.''
„Ég er búinn að gera allt sem ég ætlaði mér að gera sem fótboltamaður og búinn að vinna allt sem mér langar að vinna og búinn að spila nokkra landsleiki, nú er það bara aðeins að hugsa, fara í frí og njóta.'' segir Þórarinn í lokinn.
Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni fyrir ofan.