Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. nóvember 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fær ellefu milljarða á ári frá nýjum styrktaraðila
Manchester United mun líklega spila undir merkjum Haier í framtíðinni
Manchester United mun líklega spila undir merkjum Haier í framtíðinni
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United mun fá ellefu milljarða íslenskra króna eða 70 milljónir punda frá Hapei, sem verður nýr styrktaraðili félagsins. Þetta kemur fram í ensku blöðunum í dag.

Bandaríski bílaframleiðandinn Chevrolet er í dag stærsti styrktaraðili Manchester United en fyrirtækið gerði samning við United árið 2012 og tók hann gildi fyrir tímabilið 2014-2015.

Samningurinn er til sjö ára og rennur því út 2021 en Chevrolet vill slíta samstarfinu fyrr.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, hefur verið í leit að nýjum styrktaraðila og nú er hann fundinn. Hann hefur verið í viðræðum við kínverska raftækjaframleiðandann Haier og mun samningur hljóða upp á 70 milljónir punda á ári.

Man Utd þénar nú þegar 64 milljónir punda á ári frá Chevrolet en samkvæmt Mirror og Sun virðist gengi liðsins ekki hafa nein áhrif á Haier og er fyrirtækið reiðubúið að ganga frá samningnum sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner