Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 26. nóvember 2019 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Bale mjög nálægt því að vera hetjan
Mynd: Getty Images
Leikur Real Madrid og Paris Saint-Germain endaði með 2-2 jafntefli, liðin mættust í Meistaradeildinni í kvöld.

Karim Benzema kom Madrídingum yfir á 17. mínútu, en undir lok fyrri hálfleiksins dró dómari leiksins rautt spjald á Thibaut Courtois til baka Dró rauða spjaldið til baka og gaf Real aukaspyrnu eftir að hafa ráðfært sig við VAR.

Benzema kom Real í 2-0 á 79. mínútu og héldu þá einhverjir að hann væri að tryggja heimamönnum sigur, en svo var ekki. Kylian Mbappe minnkaði muninn á 81. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði Pablo Sarabia. Þar við sat.

Gareth Bale, sem er mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum Real Madrid, kom inn á sem varamaður og hann var mjög nálægt því að tryggja Real Madrid sigurinn. Á síðustu andartökum leiksins tók hann aukaspyrnu sem small í stönginni.

Myndband af þessu má sjá
hérna.

Bæði PSG og Real eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar, en fyrrnefnda liðið er búið að vinna riðilinn.
Athugasemdir
banner
banner