Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. nóvember 2021 16:25
Elvar Geir Magnússon
Umspilið fyrir HM: Ítalía og Portúgal verða ekki bæði í Katar
Mynd: Getty Images
Í dag var dregið í evrópska HM umspilið. Tólf lið berjast um þrjú laus sæti á HM í Katar. Undanúrslitaleikirnir sex verða 24. og 25. mars á komandi ári. Úrslitaleikirnir þrír 28. og 29. mars.

Leið eitt - Undanúrslit:
Skotland - Úkraína
Wales - Austurríki (sigurvegari fær heimaleik í úrslitum)

Leið tvö - Undanúrslit:
Rússland - Pólland (sigurvegari fær heimaleik í úrslitum)
Svíþjóð - Tékkland

Leið þrjú - Undanúrslit:
Ítalía - Norður Makedónía
Portúgal - Tyrkland (sigurvegari fær heimaleik í úrslitum)

Evrópumeistarar Ítalíu eru í sömu leið og Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal. Þau landslið gætu því mæst í hreinum úrslitaleik í Portúgal um sæti á HM. Ljóst er að bæði lið verða ekki á HM.
16:32
Í útsendingunni er núna verið að spjalla við landsliðsþjálfarana sem verða í eldlínunni í umspilinu.

Við segjum því textalýsingunni lokið!

Góða helgi!

Eyða Breyta
16:28
Sigurvegari í leik Portúgals og Tyrklands fær heimaleik í úrslitum.

Portúgal - Ítalía í úrslitum?

Eyða Breyta
16:28
Sigurvegari í leik Rússlands og Póllands fær heimaleik í úrslitum.

Eyða Breyta
16:25
Sigurvegarar í leik Wales og Austurríkis fá heimaleik í úrslitum.

Eyða Breyta
16:24
Leið þrjú - Undanúrslit:
Ítalía - Norður Makedónía
Portúgal - Tyrkland

Eyða Breyta
16:23
Leið tvö - Undanúrslit:
Rússland - Pólland
Svíþjóð - Tékkland

Eyða Breyta
16:22
Leið eitt - Undanúrslit:
Skotland - Úkraína
Wales - Austurríki

Eyða Breyta
16:18
Ítalía og Portúgal eru saman í leið (leið þrjú), svo það er staðfest að það verður ekki þannig að bæði lið verða á HM! Bara annað hvort eða hvorugt!

Eyða Breyta
16:17
Svíþjóð (leið tvö) fær einnig heimaleik.

Eyða Breyta
16:16
Skotland, Wales (í leið eitt) og Rússland (leið tvö) fá heimaleiki í undanúrslitum.

Eyða Breyta
16:14
Þetta er byrjað. Skotland fer í leið eitt.

Eyða Breyta
16:14


Verið er að útskýra dráttinn.

Eyða Breyta
16:09
Verið er að sýna myndband frá þeim liðum sem hafa tryggt sér sæti á HM í Katar.

Eyða Breyta
16:08
Tiago, Lothar Matthäus og Christian Karembeu mættir í spjall en þeir aðstoða við dráttinn.

Eyða Breyta
16:05


Gianni Infantino forseti FIFA og Aleksander Ceferin forseti UEFA með ræður.

Eyða Breyta
16:01
Jæja athöfnin er farin af stað! Vonandi verður hún hnitmiðuð og góð... við reiknum samt auðvitað með málalengingum og teygðum lopa!

Eyða Breyta
15:53
Hægt er að horfa á dráttinn í beinni útsendingu í gegnum Youtube, með því að smella hérna.

Eyða Breyta
15:44


Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum FIFA í Zurich.

Eyða Breyta
15:37
Góðan og gleðilegan daginn! Hér fylgjumst við á einfaldan hátt með því sem gerist.

Hvernig virkar umspilið?
Tólf lið taka þátt, þar á meðal þau tíu landslið sem höfnuðu í öðru sæti í sínum riðli í undankeppninni. Hin tvö sætin fara til þeirra tveggja landsliða sem stóðu sig best í Þjóðadeildinni en höfnuðu ekki í öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni.

Liðunum verður skipt upp í þrjár leiðir sem innihalda fjögur lið hver. Leiknir verða stakir undanúrslitaleikir og svo þrír stakir úrslitaleikir. Þau þrjú lið sem standa uppi sem sigurvegarar verða á HM í Katar á næsta ári.

Hvenær er drátturinn
Eins og áður segir: Í dag, föstudaginn 26. nóvember, klukkan 16:00 í Zurich.

Hvenær verður umspilið?
Undanúrslitaleikirnir verða 24. og 25. mars á komandi ári. Úrslitaleikirnir 28. og 29. mars.

Hvaða lið geta mæst?
Liðunum tólf er skipt upp í efri og neðri styrkleikaflokka. Hver leið er með tvö lið úr efri styrkleikaflokknum en þau geta ekki mæst í undanúrslitum. Liðin í efri styrkleikaflokknum leika til undanúrslita á heimavelli. Sérstaklega verður dregið um hverjir eiga möguleika á heimaleik í úrslitunum.

Efri styrkleikaflokkur: Ítalía, Portúgal, Skotland, Rússland, Svíþjóð, Wales.

Neðri styrkleikaflokkur: Tyrkland, Pólland, Norður-Makedónía, Úkraína, Austurríki, Tékkland.

Hvaða Evrópuþjóðir hafa þegar tryggt sér sæti á HM í Katar?
Liðin sem unnu sinn riðil í undankeppninni. Serbía, Spánn, Sviss, Frakkland, Belgía, Danmörk, Holland, Króatía, England og Þýskaland.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner